fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Arnar Sveinn spyr hvort staða Aubameyang sé ekki bara algjörlega í takt við ,,lúserinn sem hann er orðinn?“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um stöðu framherjans Pierre Emerick- Aubameyang í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag. Ljóst er að dagar hans hjá Arsenal eru taldir og þá virðast lánsskipti til Sádi-Arabíu vera hans eini möguleiki í augnablikinu á að geta farið að spila fótbolta aftur.

,,Aubameyang hefur á örskömmum tíma farið úr því að vera aðalmaðurinn yfir í að vera ég veit ekki hvað. Al-Nassr vilja taka yfir launin hans með þessum lánssamningi, eða að minnsta kosti hluta launa hans. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, gæti ábyggilega ekki verið sáttari, Arsenal sáttir við að losna við hann af launaskrá sinni og Al-Nassr sáttir með að vera búnir að næla í stórstjörnu. En hvað segir þetta okkur um stöðu Aubameyang?“ spurði Hjörvar Hafliðason umsjónarmaður Dr. Football.

,,Er þetta bara ekki algjörlega í takt við lúserinn sem hann er orðinn? Bara í þeirri stöðu sem hann kom sér algjörlega í sjálfur með einhverjum ótrúlegum stælum. Maður er alltaf að sjá þetta meira og meira hjá þessum atvinnumönnum, þessa stæla og það er algjört vanþakklæti yfir forréttindastöðunni sem þeir eru í. Hver konar rugl er í gangi?“ svaraði þá Arnar Sveinn Geirsson, einn af sérfræðingum Dr. Football og stuðningsmaður Arsenal.

Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka, var gestur í Dr. Football í dag og hann segist geta lofað því að Aubameyang sé aldrei að fara lækka í launum með því að skipta yfir til Al-Nassr á láni.

,,Það er sagt frá þessu þannig að Al-Nassr muni taka yfir launin hans og þá er verið að borga honum undir borðið líka til viðbótar…Það er enginn að fara til Sádi-Arabíu að spila til þess að reyna koma ferlinum af stað aftur og þá allra síst á þessum aldri. Hann (Aubameyang) hefur væntanlega verið að vonast eftir einhverjum góðum skiptum þar sem að í versta falli þyrfti hann að lækka eitthvað pínulítið í launum. Fyrst að þetta er lendingin þá er hann að fara hækka í launum. Ég held að það sé alveg klárt,“ sagði Björn Berg í Dr. Football.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar

United fær að vita verðmiðann á miðjumanni sem félagið skoðar fyrir janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Semenyo á góðum afslætti í janúar – Stóru félögin á Englandi fylgjast með gangi mála

Semenyo á góðum afslætti í janúar – Stóru félögin á Englandi fylgjast með gangi mála
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli

Svona er tölfræðin – Arnar á milli Arnars Þórs og Hareide þegar kemur að sigurhlutfalli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenskir reynsluboltar að störfum á Spáni og í Ungverjalandi

Íslenskir reynsluboltar að störfum á Spáni og í Ungverjalandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir eins gott fyrir Ronaldo að bjóða sér í partíið

Segir eins gott fyrir Ronaldo að bjóða sér í partíið
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga
433Sport
Í gær

Ferguson ánægður með stöðu mála á Old Trafford – Nefnir sérstaklega einn leikmann

Ferguson ánægður með stöðu mála á Old Trafford – Nefnir sérstaklega einn leikmann