fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Arteta gefur lítið fyrir gagnrýni Conte – ,,Við munum verja félagið með kjafti og klóm“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 17:00

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir félagið hafa farið rétt að hlutunum þegar það bað um frestun á leik sínum við erkifjendur sína í Tottenham á dögunum. Arsenal hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni í kjölfar þess að ákveðið var að fresta leiknum.

Ástæða frestunarinnar var sú að Arsenal hafði ekki nægilega marga leikmenn til að fylla upp í leikmannahóp sinni.  Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði ákvörðunina um að fresta leiknum vera undarlega.

,,Við munum verja félagið með kjafti og klóm. Við munum ekki líða það að einhver sé að reyna eyðileggja orðspor okkar eða ljúga til um hluti sem hafa ekki átt sér stað,“ sagði Arteta á blaðamannafundi í dag.

Hann segir að Arsenal yrði fyrst til að viðurkenna það ef mistök hefðu átt sér stað en ,,við höfðum ekki nægilega marga leikmenn til þess að mæta til leiks í leik í ensku úrvalsdeildinni. Það er 100% öruggt.“

Samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar getur félag beðið um frestun á leik sínum ef færri en 13 leikmenn + markmaður eru til takst.

,,Fyrstu þrjá leiki tímabilsins spiluðum við þegar að önnur lið voru að biðja um frestun á sínum leikjum. Núna báðum við um frestun á leik vegna þess að við höfðum allar ástæður til þess,“ sagði Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli

Fjármagnaði skilnað sinn með fasteignasvindli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts