fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Segja Eriksen vera hársbreidd frá ensku úrvalsdeildinni – Gæti orðið klárt undir lok næstu viku

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 17. janúar 2022 08:30

Eriksen Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski knattspyrnumaðurinn, Christian Eriksen, sem hneigð niður í leik með danska landsliðinu á Evrópumótinu í Englandi síðasta sumar er nálægt því að ganga frá samningum við lið í ensku úrvalsdeildinni.

Frá þessu greinir breski miðillinn The Times og segir að vistaskiptin gætu orðið klár undir lok næstu viku.

Eriksen var leystur undan samningi hjá Inter Milan undir lok síðasta árs þar sem að leikmenn með bjargráð mega ekki spila í ítölsku úrvalsdeildinni.

Eriksen vill sanna það fyrir heiminum að hann geti á ný spilað á hæsta gæðastigi knattspyrnunnar eftir hjartastoppið sem orsakaði það að hann hneig niður á sínum tímal.

Meðal þeirra liða sem hafa verið orðuð við Eriksen er hans gamla lið Tottenham. Eriksen spilaði á sínum tíma 226 leiki fyrir Tottenham, skoraði 51 mark fyrir liðið og gaf 62 stoðsendingar.

Endurkoma til Tottenham er talinn líklegust fyrir Eriksen um þessar mundir en Antonio Conte, knattspyrnustjóri liðsins hefur sagt að dyrnar standi alltaf opnar fyrir honum í Norður-Lundúnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Isak varar stuðningsmenn við

Isak varar stuðningsmenn við
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum