fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Hjörvar sendi væna pillu í Hafnarfjörðinn – ,,Þeir eru ekki að versla þetta úr Byko, þeir eru að versla þetta úr einhverjum gámi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 16. janúar 2022 15:45

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um stefnu karlaliðs FH í síðasta þætti af hlaðvarpinu vinsæla, Dr. Football. Þar voru menn ekki mjög hrifnir af gangi mála í Hafnarfirðinum.

FH hefur undanfarið ár eða svo sótt unga leikmenn eins og Vuk Oskar Dimitrijevic, Oliver Heiðarsson, Ólaf Guðmundsson, Harald Einar Ásgrímsson og nú síðast Mána Austmann.

Í þessum glugga hefur FH einnig nælt í Kristinn Frey Sigurðsson frá Val, reynslumikinn leikmann úr efstu deild.

,,Við tókum KR-inga svolítið af lífi um daginn fyrir average-glugga. Mér finnst kaupin hjá FH ekkert betri en það,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Dr. Football.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sem er vel að sér í málefnum ungra leikmanna, segir FH ekki vera að sækja nægilega góða unga leikmenn. ,,Það á að taka einhverja stefnu að sækja unga leikmenn en að mínu mati er verið að sækja B-týpur af þessum ungu leikmönnum.“

Hjörvar Hafliðason, stjórnandi þáttarins, sló þá á létta strengi en skaut þó á FH-inga. ,,Setjum þetta í mannamál. Þeir eru ekki að versla þetta úr Byko, þeir eru að versla þetta úr einhverjum gámi.“

FH hafnaði í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einn af fáum sem hafnar peningunum í Sádi

Einn af fáum sem hafnar peningunum í Sádi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga