fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Kalmar staðfestir komu Davíðs Kristjáns til félagsins

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 10:39

Davíð Kristján skoraði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kalmar FF í sænsku úrvalsdeildinni hefur staðfst að Davíð Kristján Ólafsson hafi skrifað undir samning við félagið.

Þessi öflugi 26 ára gamli bakvörður kemur til félagsins frá Álasundi í Noregi þar sem samningur hans var æá enda. Davíð yfirgaf Breiðablik árið 2019 og hefur spilað í þrjú ár með norska félaginu.

Bakvörðurinn knái er nú staddur í verkefni með A-landsliði karla sem mætir Úganda í æfingaleik í dag.

„Hann getur spilað sem vinstri bakvörður, vinstri kantmaður og á miðjunni,“ segir Jörgen Petersson íþróttastjóri Kalmar.

„Hann er fljótur og góður með boltann, hann er með sjálfstraust í sóknarleiknum og góður varnarmaður.“

Davíð er spenntur fyrir nýrri áskorun á ferlinum. „Það er mjög gott að allt sé klár og ég hlakka til að byrja að æfa og hitta nýja liðsfélaga mína,“ sagði Davíð sem mætir til Kalmar 18 janúar.

„Mér líkar hvernig liðið vill spila fótbolta. Ég lít á sjálfan mig sem sóknarsinnaðan bakvörð með góðan vinstri fót og ég held að mínir eiginleikar muni henta vel hérna. Vonandi getum við haldið áfram að byggja á því sem liðið sýndi í fyrra og gert eitthvað gott saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík