fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

KSÍ staðfestir ráðningu á Grétari Rafni sem tæknilegum ráðgjafa

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grétar Rafn Steinsson hefur verið ráðinn til KSÍ sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnusviðs. Ráðningin er tímabundin til 6 mánaða og hefur Grétar Rafn strax störf. Með ráðningunni er stigið metnaðarfullt skref í greiningarvinnu innan KSÍ, sem mun gagnast félagsliðum og öllum landsliðum, þar á meðal t.d. A landsliði kvenna sem tekur þátt í úrslitakeppni EM á Englandi í sumar.

Á meðal helstu verkefna Grétars Rafns eru þarfagreining og skimun (scouting) innan Knattspyrnusviðs KSÍ, vinna að stefnumótun, fagleg efling á greiningarvinnu innan íslenskrar knattspyrnu almennt (landslið og félagslið) í samvinnu og samráði við starfsmenn Knattspyrnusviðs KSÍ og fulltrúa aðildarfélaganna eins og við á (í formi funda, námskeiða og fyrirlestra), samhæfing á greiningarvinnu og skimun yngri og eldri landsliða í samvinnu og samstarfi við þjálfara liðanna, og ábyrgð á þróun gagnagrunns sem heldur utan um gögn Knattspyrnusviðs KSÍ.

Grétar Rafn Steinsson, sem er Siglfirðingur og varð fertugur á dögunum, er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur. Hann lék sem atvinnumaður til margra ára, í Sviss, Hollandi, Tyrklandi og Englandi. Á Íslandi lék hann lengst af með ÍA í meistaraflokki, en hóf þó ferilinn með KS. Grétar Rafn á 46 A-landsleiki fyrir Íslands hönd (4 mörk), auk leikja með öllum yngri landsliðunum.

Að loknum leikmannsferlinum lauk Grétar Rafn meistaranámi í íþróttastjórnun (Master in Sports Management) við Barcelona University (Johan Cruyff Institute) og er einnig útskrifaður sem Level 5 Technical Director frá enska knattspyrnusmbandinu, og hefur hann síðan starfað fyrir Fleetwood Town í 4 ár sem Technical Director og hjá Everton í 3 ár sem Head of Recruitment and Development.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“

Segir táninginn hafa gert risastór mistök með valinu – ,,Mun aldrei finna sömu ást og hjá okkur“
433Sport
Í gær

United til í að hlusta á tilboð

United til í að hlusta á tilboð
433Sport
Í gær

Segist eiga óklárað verk í London

Segist eiga óklárað verk í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill aftur til Englands – United augljós kostur

Vill aftur til Englands – United augljós kostur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn