Donny van de Beek vidi fara frá Manchester United þegar Paul Pogba hélt áfram að halda sæti sínu í byrjunarliðinu.
Ástæðan var ekki sú að hollenski miðjumaðurinn taldi sig betri en Pogba heldur en sú staðreynd að Pogba mætti of seint á æfingar og hélt samt sæti sínu í liðinu.
Pogba fór frítt frá Manchester United í sumar en hann var reglulega til vandræða hjá United.
„Ég sá vonbrigðin hjá honum yfir meðferinni hjá United. Hann fékk hins vegar ekki að fara frá United,“ segir Guido Albers umboðsmaður hans.
„Hann varð að berjast við Paul Pogba, sem kom seint til æfinga og spilaði næsta leik. Van de Beek æfði á sama tíma eins og skepna.“