fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Systir Ronaldo stígur inn á ritvöllinn og urðar yfir þá sem gagnrýna hann

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 07:05

Cristiano Ronaldo Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katia Aveiro kemur bróður sínum, portúgölsku knattspyrnustjörnunni Cristiano Ronaldo til varnar eftir að hann þurfti að þola mikla gagnrýni frá stuðningsmönnum portúgalska landsliðsins eftir 1-0 tap gegn Spánverjum á dögunum.

Tapið þýddi að Portúgal náði ekki toppsætinu í sínum riðli í Þjóðadeild UEFA og brugðu margir á það ráð að kenna Ronaldo um hvernig fór og efuðust meðal annars um hvort leikmaðurinn væri nægilega góður til að eiga sæti í byrjunarliði Portúgal.

Katia, systir Ronaldo kom honum til varna á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði gagnrýni stuðningsmanna vonda og að þeir væru óþakklátir.

Ronaldo ætti skilið virðingu þeirra, hann væri enn einn af bestu leikmönnum heims.

Katia skrifaði einnig að fjölskylda Ronaldo stæði alltaf þétt við bakið á honum.

Ronaldo hefði ávalt gefið allt fyrir Portúgal en það kæmi henni ekki á óvart að landar hans hafi gagnrýnt hann.

„Portúgalir eru sjúkir, aumkunarverðir, sálarlausir, heimskir og ávallt óþakklátir,” skrifaði Katia á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga