Einn stuðningsmaður Cristiano Ronaldo, leikmanns Manchester United hugsaði sér gott til glóðarinnar eftir að hafa skorað mark á sparkvelli með félögum sínum og ætlaði sér að herma eftir fagni knattspyrnugoðsagnarinnar sem er fyrir löngu orðið heimsþekkt. Það mistókst með afleiðingum fyrir umræddan stuðningsmann.
Umrætt fagn felst í því að hlaupa í átt að einu horni vallarins, hoppa í loftið og snúa sér um leið í hálfhring. Við lendingu er síðan öskrað „siuuu.“
Fagnið hjá stuðningsmanninum tókst ekki betur til en það að hann féll kylliflatur til jarðar, meiddi sig og endaði upp á sjúkrahúsi.
Never forget when a guy got injured doing Cristiano Ronaldo’s iconic celebration 🤣pic.twitter.com/XcHjodYU4K
— SPORTbible (@sportbible) September 29, 2022