fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Vilja senda sterk skilaboð með búningum danska landsliðsins – Skjóta föstum skotum á Katar

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. september 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hummel hefur sent frá sér sterk skilaboð, þar sem fyrirtækið fordæmir það að Heimsmeistaramótið sé haldið í Katar síðar á þessu ári.

Fyrirtækið framleiðir búninga Danmerkur í ár. Með hönnuninni vill Hummel senda sterk skilaboð.

„Við höfum dregið úr öllum smáatriðum í búningunum, eins og í merkinu. Við viljum ekki vera sýnileg á móti sem hefur kostað þúsundi líf sitt. Við styðjum danska landsliðið alla leið, en það er ekki það sama og að styðja við það að Katar sé gestaþjóð,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Hummel.

„Við trúum því að íþróttir eigi að sameina fólk. Þegar hann gerir það ekki, viljum við koma með yfirlýsingu.“

Þriðji búningur Dana á HM verður alveg svartur. „Svartur. Litur sorgarinnar. Hinn fullkomni litur fyrir þriðja búning Danmerkur á HM,“ segir í yfirlýsingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar