„Þetta var hræðilegt,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH um upplifun sína af því að hafa tekið þátt í Ískápastríði, vinsælum sjónvarpsþáttum á Stöð2.
Eiður var gestur í hlaðvarpsþættinum Steve Dagskrá en hann og æskuvinur hans, Sverrir Þór Sverrisson plataði hann til að taka þátt í þættinum árið 2018.
Eiði leið ekki vel að taka þátt í þættinum. „Ég held að ég hafi skorið í puttann á mér, svo var reynt að þurrka svitann af mér. Ég var allur blóðugur á höndunum og í framan. En ég bjó til geggjaða sósu,“ sagði Eiður léttur í Steve Dagskrá.
Hann segir að Sveppi hafi platað sig á fölskum forsendum til að taka þátt í þættinum og því miður hafi hann endað í liði með Guðmundi Benediktssyni.
„Því ver og miður, þetta byrjaði á að Sveppi hringir í mig og segir að við séum á leið í matreiðsluþátt. Hann sagði að þetta væri með Gumma Ben og Evu Laufey. Hann sagði að þetta skipti engu máli ´Við komum og þau segja okkur allt sem við eigum að gera´.“
„Svo opnar þú bara ísskáp og svo áttu bara að búa til, ég horfði á Sveppa og hugsaði hvað hann væri að koma mér út í. Ég byrjaði að svitna og svitna, ég lét bara plata mig.“