fbpx
Þriðjudagur 06.janúar 2026
433Sport

Væri til í að fara í stríð með Maguire og kemur honum til varnar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 08:09

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuart Pearce hefur komið Harry Maguire til varnar eftir að varnarmaðurinn hefur mátt þola mikla gagnrýni undanfarnar vikur.

Pearce segir að Maguire sé maður sem þú vilt hafa með þér í stríð. Gareth Southgate hefur verið gagnrýndur fyrir að spila Maguire á meðan hann situr bara á bekknum hjá Manchester United.

„Maguire er góður karakter. Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni undanfarna mánuði,“ sagði Pearce.

„Þrátt fyrir það þá er hann klár í slaginn og heldur áfram. Hann fer ekki í felur.“

Maguire gerði tvö mistök sem leiddu til marka í 3-3 jafntefli gegn Þýskalandi í gær. „Hann meiðist seint í leiknum en heldur áfram að leggja sig fram.“

„Hann er einn af þeim einstaklingum sem þú vilt fara í stríð með.“

Líklegt er að Maguire verði í hjarta varnarinnar hjá Englandi á HM þrátt fyrir að vera í slæmri stöðu hjá félagsliði sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ummæli Péturs í viðtali við Morgunblaðið vekja athygli – Stefán spyr hvort hann sé að líkja sér við þennan þekkta mann

Ummæli Péturs í viðtali við Morgunblaðið vekja athygli – Stefán spyr hvort hann sé að líkja sér við þennan þekkta mann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fimm hugsanlegir arftakar Amorim á Old Trafford

Fimm hugsanlegir arftakar Amorim á Old Trafford
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varpa sprengju um framtíð Amorim eftir eldræðu hans í gær

Varpa sprengju um framtíð Amorim eftir eldræðu hans í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrirsæta brjáluð yfir framkomu eiginkonu Messi – Á að hafa gert henni þetta á dögunum

Fyrirsæta brjáluð yfir framkomu eiginkonu Messi – Á að hafa gert henni þetta á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Knattspyrnumaður slasaðist illa í brunanum í Sviss

Knattspyrnumaður slasaðist illa í brunanum í Sviss
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján telur að pólitík hafi spilað inn í – „Mér fannst þetta ekki verðskuldað“

Kristján telur að pólitík hafi spilað inn í – „Mér fannst þetta ekki verðskuldað“