Ísland gerði jafntefli gegn Albaníu í Þjóðadeildinni í kvöld en leikið var í Tirana í Albnaíu. Aron Einar Gunnarsson var rekinn af velli á tíundu mínútu.
Aron Einar lenti í eltingaleik við sóknarmann Albaníu og braut af sér. Eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið í VAR-skjánum rak hann Aron af velli.
Albanir tóku svo forystuna í leiknum á 35 mínútu þegar Ermir Lenjani skallaði knöttinn í netið á fjærstöng.
Íslenska liðið átti fína spretti í leiknum og síðari hálfleikurinn var vel spilaður, það skilaði sér á sjöttu mínútu í uppbótartíma þegar Mikael Neville Anderson skoraði.
Mikael mætti á fjærstöng og gerði vel. Þórir Jóhann sendi boltann fyrir og varamaðurinn skoraði af yfirvegun.
Íslenska liðið endar í öðru riðilsins með fjögur stig í fjórum leikjum. Albanir enda á botninum með tvö stig en Ísrael vann riðilinn.
Íslenska þjóðin lét að venju í sér heyra á Twitter yfir leiknum.
Walking along singing a song walking in Vidarsson’s wonderland!
— Sigurđur Gísli (@SigurdurGisli) September 27, 2022
Skemmtileg kannski playoffs líflína í lokin. Vel gert Mikael!
— Magnús Sigurbjörnsson (@sigurbjornsson) September 27, 2022
Þvílíkur karakter! Geggjað! Hrósum liðinu og þjálfurunum
— Einar Guðnason (@EinarGudna) September 27, 2022
Frábær seinni hálfleikur. Vel gert drengir. #ALBISL ⚽️🇮🇸
— Teitur Örlygsson (@teitur11) September 27, 2022
Höddi Magg er kóngurinn 👑
— Ingimar H. Finnsson (@ingimarh) September 27, 2022
Spænska rusl.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) September 27, 2022
Það er lítil umræða um leikinn gegn Albaníu í kvöld í gangi. Það er af sem áður var. Vonandi munum við upplifa rífandi áhuga á landsliðinu í fótbolta aftur. Þetta tekur tíma. Annars bara fínn og frammistaðan ekki sú versta sem ég hef séð.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) September 27, 2022
Djöfull væri nú gott ef við ættum einn ösku fljótan sem er sjóðandi heitur, skorar mörk og hleypur á við tvo. Það væri fínt að geta sett svoleiðis mann inn á síðustu min í leik sem þessum
— saevar petursson (@saevarp) September 27, 2022
Rautt spjald því miður rétt nema menn meti sóknarmaður þeirra brjóti af sér við að komast framfyrir Aron #fotboltinet
— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) September 27, 2022
Þessi skipting, eftir að gamli fyrirliðinn lét henda sér útaf, segir mér bara eitt, þjálfarinn er ekki réttur, sorry not sorry🇮🇸#fotboltinet #ALBvsISL
— Kristján Jóhannsson (@Kristjan_DJ) September 27, 2022
Davíð Kristján gjörsamlega frábær í Albaníu í kvöld. Sá hefur bætt sig varnarlega á síðustu 12-18 mánuðum.
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) September 27, 2022
Að Horfa á þetta landslið undir stjórn Arnars er eins og horfa á málningu sem á að þorna en þornar aldrei #fótboltinet
— Einar Þór Óttarsson (@Einziboy) September 27, 2022
Arnar Viðars hlýtur að vera ánægður með sjálfan sig! U21 hefði náttúrulega ekki haft not fyrir Hákon, Mikael og Andra Lucas..miklu betra að hafa þá á bekknum í Albaníu 🤦🏻♂️#fotboltinet #egummigframertilmin
— Jón Ágúst Eyjólfsson (@nonnigusti8) September 27, 2022
AÞV er ekki maðurinn fyrir landsliðið og hefði aldrei átt að vera settur í þetta hlutverk til að byrja með. #fotboltinet.
— Andrés Kristjánsson (@AK74SR) September 27, 2022
Ég hef oft séð dómara með meira swag og sjálfstraust en vinur okkar sem dæmir þennan leik. Maður hálf vorkennir honum
— Einar Guðnason (@EinarGudna) September 27, 2022