fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands – Andri Fannar aftur bestur

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska U-21 árs landsliðið fer ekki á lokamót EM á næsta ári eftir markalaust jafntefli gegn Tékklandi í dag. Fyrri leikur liðanna fór 1-2 fyrir Tékka á Íslandi og þurfti því sigur í dag. Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna Íslands.

Lestu nánar um leikinn hér.

Hákon Rafn Valdimarsson – 8
Þurfti ekki oft að verja en var gríðarlega öruggur í því sem ætlast var til af honum, líkt og í síðasta leik. Átti mjög góða vörslu seint í leiknum.

Valgeir Lunddal Friðriksson – 6
Kom inn úr bakverðinum í þriggja miðvarða kerfi í dag og leysti það örugglega. Rautt spjald í lok leiks lækkar einkunina um einn.

Róbert Orri Þorkelsson – 7
Miðverðirnir gerðu sitt virkilega vel í dag.

Ísak Óli Ólafsson – 7
Miðverðirnir gerðu sitt virkilega vel í dag.

Óli Valur Ómarsson (72′) – 6
Var líflegur og sýndi góð tilþrif á köflum úti hægra megin.

Andri Fannar Baldursson – 8 – Maður leiksins
Mest skapandi miðjumaður íslenska liðsins, líkt og í síðasta leik, þar sem hann var bestur. Besti maður vallarins ásamt Hákoni í kvöld.

Kolbeinn Þórðarson (81′) – 6
Skilaði fínni frammistöðu á miðjunni, þar sem Íslands stjórnaði á löngum köflum ferðinni.

Kristian Nökkvi Hlynsson – 6
Sýndi hvers hann er megnugur á köflum, enda með mikla hæfileika.

Dagur Dan Þórhallsson (72′) – 7
Skilaði góðu dagsverki úr vængbakverðinum. Kom aðeins inn á völlinn einnig og átti með hættulegri marktilraunum Íslands í leiknum.

Orri Steinn Óskarsson – 6
Sást afar lítið til hans í fyrri hálfleik en vann sig vel inn í leikinn í þeim seinni.

Brynjólfur Willumsson (90′) – 7
Var virkilega líflegur í fyrri hálfleik og líklega besti maður Íslands þar. Dró aðeins af honum í seinni en heilt yfir góð frammistaða.

Varamenn

Logi Tómasson (72′) – 5

Bjarki Steinn Bjarkason (72′) – 5

Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tilbúinn að spila hvar sem er í vetur undir nýja stjóranum

Tilbúinn að spila hvar sem er í vetur undir nýja stjóranum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Giroud orðinn liðsfélagi Hákonar

Giroud orðinn liðsfélagi Hákonar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Goðsögn handtekin um helgina

Goðsögn handtekin um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG