Það hefur vakið töluverða athygli síðustu daga er framherjinn Dusan Vlahovic var orðaður við lið Arsenal.
Það er ekki langt síðan Vlahovic gekk í raðir Juventus en hann kom til liðsins frá Fiorentina og hefur staðið sig vel í Túrin.
Nýlega voru orðrómar um að Arsenal ætlaði sér að fá Vlahovic í janúar en það eru kjaftasögur.
Það segir blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano en hann er einn af þeim virtustu þegar kemur að félagaskiptamarkaðnum.
,,Eins og staðan er þá er ekkert á milli Arsenal og Dusan Vlahovic. Við getum ekki spáð í framtíðina en eins og er þá er ekkert samband þarna á milli,“ sagði Romano.
,,Vlahovic er mikilvægur leikmaður fyrir Juventus og þeir borguðu yfir 75 milljónir evra fyrir hann, þetta er afskaplega ólíklegt.“