fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
433Sport

United og Liverpool fá samkeppni innan Englands og frá Spáni – Dortmund gæti heimtað 21 milljarð

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham, miðjumaður Borussia Dortmund, er gríðarlega eftirsóttur. Í dag segir The Athletic frá stöðu leikmannsins og baráttunni sem framundan er um hann næsta sumar.

Það er talið líklegt að hinn 19 ára gamli Bellingham yfirgefi Dortmund fyrir stærra félag næsta sumar.

Real Madrid, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Chelsea hafa öll áhuga á enska miðjumanninum og gætu reynt við hann næsta sumar.

Það verður hins vegar ekki auðvelt að fá hann. Talið er að Dortmund meti hann á um 150 milljónir evra.

Í núgildandi samningi leikmannsins, sem rennur út eftir þrjú ár, er enginn klásúla sem gerir félögum kleift að kaupa hann fyrir ákveðna upphæð, líkt og var í tilfelli Erling Braut Haaland, sem fór til Manchester City í sumar.

Dortmund getur því leyft sér að biða um háar fjárhæðir fyrir Bellingham. Þó kemur einnig fram að þýska félagið hafi áhuga á að framlengja við leikmanninnn unga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liðsfélagi Salah í fangelsi

Liðsfélagi Salah í fangelsi
433Sport
Í gær

Stórstjarnan vakti athygli á Íslandi og skilur eftir sig skarð

Stórstjarnan vakti athygli á Íslandi og skilur eftir sig skarð
433Sport
Í gær

Hvað verður um gömlu kynslóðina á nýju ári? – „Hann notar hann ekki“

Hvað verður um gömlu kynslóðina á nýju ári? – „Hann notar hann ekki“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum

Vona að Grealish hjálpi til í janúarglugganum