fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
433Sport

Mörgum árum síðar staðfesti Wenger að hann hafi langað að berja hann fyrir þetta

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 10:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geoff Shreeves á Sky Sports hefur lengi verið einn sá fremsti er kemur að því að taka viðtöl við leikmenn og knattspyrnustjóra í kringum leiki enskra liða. Hann hefur nú gefið út bókina Cheers, Geoff! Tales from the Touchline, þar sem hann segir meðal annars góðar bransasögur.

Í bókinni segir Shreeves meðal annars frá samskiptum sínum við Arsene Wenger, sem var knattspyrnustjóri Arsenal á 1996 til 2018 og er í guðatölu hjá félaginu.

„Ég tók fyrst viðtal við Arsene Wenger þegar hann kom til Arsenal 1996. Ég talaði við hann oftar en þrjátíu sinnum á leiktíð á tíma hans við stjórnvölinn.“

Shreeves segist hafa þekkt Wenger vel og vitað hvað virkaði er kom að Frakkanum. Það kom þó fyrir að honum tókst að pirra hann all verulega.

Úrslitin í ágúst 2011 eru með þeim merkari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Eftir 8-2 tap Arsenal gegn Manchester United árið 2011 tók Shreeves viðtal við Wenger. Þar spurði hann stjórann erfiðra spurninga, eins og hvort hann ætlaði að segja af sér og hvort stjórnin myndi styðja við bakið á honum eftir þessa útreið.

„Ég sá reiðina byggjast upp í augum hans. Eftir á kom fjölmiðlafulltrúi Arsenal til mín og sagði að Wenger hafi viljað lemja mig í viðtalinu, hann var svo reiður,“ skrifar Shreeves í bók sína.

„Mörgum árum seinna sagði Arsene við mig: „Geoff, mig langaði að lemja þig þennan dag, það er rétt. Þú varst samt ekki sá eini.“

Þrátt fyrir þessa uppákomu er Shreeves mikill aðdáandi Wenger. „Hann var alltaf heillandi. Hann kom sér aldrei undan viðtali eða var með afsakanir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjóðverjarnir sýna leikmanni Arsenal áhuga

Þjóðverjarnir sýna leikmanni Arsenal áhuga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lars slasaðist og kemur ekki til Íslands – „Er miður sín“

Lars slasaðist og kemur ekki til Íslands – „Er miður sín“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Partey búinn að finna sér félag – Mætir fyrir rétt á morgun

Partey búinn að finna sér félag – Mætir fyrir rétt á morgun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðtal við fyrirliða Manchester United vekur mikla athygli – Skóf ekki af því er hann ræddi stöðuna

Viðtal við fyrirliða Manchester United vekur mikla athygli – Skóf ekki af því er hann ræddi stöðuna
433Sport
Í gær

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn
433Sport
Í gær

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak
433Sport
Í gær

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona
433Sport
Í gær

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern