fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Ferguson réðst á hann vegna spurningar til Ronaldo – „Farðu til fjandans, þú ert bannaður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 09:00

Sir Alex Ferguson. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geoff Shreeves á Sky Sports hefur lengi verið einn sá fremsti er kemur að því að taka viðtöl við leikmenn og knattspyrnustjóra í kringum leiki enskra liða. Hann hefur nú gefið út bókina Cheers, Geoff! Tales from the Touchline, þar sem hann segir meðal annars góðar bransasögur.

Í bókinni segir Shreeves meðal annars frá samskiptum sínum við Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra Manchester United og goðsögn hjá félaginu.

„Ferguson notaði viðtölin til að koma skilaboðum til leikmanna, stuðningsmanna eða jafnvel stjórnarinnar,“ skrifar Shreeves og bendir á að skoski stjórinn hafi stundum beðið hann um að spyrja ákveðinna spurninga áður en viðtölin hófust.

„En hann var líka tilbúinn til þess að verja sína leikmenn, eins og ég tók eftir að loknum sigurleik United gegn Middlesbrough í bikarnum.“

Shreeves skrifar að Cristiano Ronaldo hafi fengið ódýrt víti í leiknum, sem hann spurði Portúgalann út í.

„Ég spurði hann hvort hann hafi farið auðveldlega niður en hann sagði að þetta hafi verið víti.“

Cristiano Ronaldo / Getty

Þá sprakk hins vegar allt. „Ferguson kom úr klefanum og gengur beint að mér. „Þú og andskotans spurningarnar þína. Þú hefur farið langt yfir strikið,“ öskraði hann á mig. „Drengurinn talar varla ensku. Þú ert að fara langt yfir strikið.“ Hann notaði líka ljótara orðbragð.

Ég svaraði „ekki tala svona við mig. Ég er ekki einn af ungu leikmönnunum þínum.“ Hann veittist þá að mér líkamlega. Samskiptastjóri United stökk á milli okkar til að koma í veg fyrir slagsmál.“

„Farðu til fjandans, þú ert bannaður,“ á Ferguson þá að hafa sagt við Shreeves áður en hann gekk í burtu.

Shreeves skrifar svo að hann hafi farið heim og horft á viðtalið aftur. Þá áttaði sig á því að hann hafði verið ósanngjarn við Ronaldo.

„Ég sendi Ferguson skilaboð. Ekkert svar,“ skrifar Shreeves, sem hitti Ferguson þó á næsta leik og bað hann afsökunar aftur.

„Þú þarft ekki að segja neitt meira. Þú baðst afsökunar og þetta verður aldrei rætt aftur,“ sagði Ferguson þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi