fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Birta myndband af þeim rétt áður en þeir létu lífið – Flugmaðurinn vissi að eitthvað var ekki í lagi

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 11:00

Skjáskot/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugmaðurinn sem átti að fljúga með Emiliano Sala frá Nantes til Cardiff í janúar 2019 sagðist hafa efasemdir um flugvélina sem hann flaug í, áður en hún brotlenti á leið sinni til Bretlands. Þetta kemur fram í hljóðklippu sem breska ríkisútvarpið hefur komist yfir. Einnig birtist myndbrot af þeim á lífi í síðasta sinn.

Sala var keyptur frá Nantes til Cardiff City á 15 milljónir punda en lést í slysinu á leið til Bretlands, ásamt flugmanninum David Ibbotson.

Áður hefur birst hljóðbrot þar sem Sala tjáir vinum sínum á WhatsApp að hann hafi verið í flugvél sem „hafi litið út fyrir að vera að hrynja í sundur“ og að hann hafi verið „mjög hræddur.“

Á nýrri hljóðklippu kemur í ljós að flugmaðurinn vissi að vélin var ekki í góðu standi. Hann ræddi þá við félaga sinn.

„Ég var að sækja fótboltamann sem Cardiff var að kaupa frá Nantes. Þeir hafa treyst mér til að sækja hann í lélegri rellu. Vanalega er ég með björgunarvestið á milli sætanna en á morgun ætla ég að hafa það á mér,“ segir Ibbotson í hljóðklippunni.

„Í miðju flugi heyrði ég hvell í miðju flugi. Það virkaði fínt að fljúga henni en þetta náði samt athygli minni,“ segir Ibbotson um flugið til Nantes, þangað sem hann var að sækja Sala.

„Ég lenti í Nantes og var að keyra eftir brautinni. Svo komst ég að því þegar ég ætlaði að beygja til vinstri að það voru engar bremsur vinstra megin. Þessi vél þarf að fara aftur í flugskýli.“

„Þetta gæti verið síðasta tækifærið þitt til að tala við mig,“ grínaðist Ibbotson.

Ibbotson hafði ekki réttindi til að fljúga með farþega, eitthvað sem Sala vissi ekki. Flugmaðurinn David Henderson átti að fljúga með Sala en komst ekki. Hann fékk Ibbotson í verkið. Henderson var fangelsaður í 18 mánuði fyrir að koma þeim í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tjáir sig um háværa orðróma í kringum Bruno Fernandes

Tjáir sig um háværa orðróma í kringum Bruno Fernandes
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Þekkir bellibrögð Real Madrid vel og ætlar ekki að leyfa þessu að gerast

Þekkir bellibrögð Real Madrid vel og ætlar ekki að leyfa þessu að gerast
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Liverpool trúa ekki að leikmaður liðsins hafi sett like við þessa færslu

Stuðningsmenn Liverpool trúa ekki að leikmaður liðsins hafi sett like við þessa færslu
433Sport
Í gær

Miðjumaður Liverpool mjög eftirsóttur

Miðjumaður Liverpool mjög eftirsóttur
433Sport
Í gær

Ætlar að hafna Real Madrid og City – Hefur tekið ákvörðun hvert hann fer

Ætlar að hafna Real Madrid og City – Hefur tekið ákvörðun hvert hann fer