fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Birta myndband af þeim rétt áður en þeir létu lífið – Flugmaðurinn vissi að eitthvað var ekki í lagi

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 11:00

Skjáskot/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugmaðurinn sem átti að fljúga með Emiliano Sala frá Nantes til Cardiff í janúar 2019 sagðist hafa efasemdir um flugvélina sem hann flaug í, áður en hún brotlenti á leið sinni til Bretlands. Þetta kemur fram í hljóðklippu sem breska ríkisútvarpið hefur komist yfir. Einnig birtist myndbrot af þeim á lífi í síðasta sinn.

Sala var keyptur frá Nantes til Cardiff City á 15 milljónir punda en lést í slysinu á leið til Bretlands, ásamt flugmanninum David Ibbotson.

Áður hefur birst hljóðbrot þar sem Sala tjáir vinum sínum á WhatsApp að hann hafi verið í flugvél sem „hafi litið út fyrir að vera að hrynja í sundur“ og að hann hafi verið „mjög hræddur.“

Á nýrri hljóðklippu kemur í ljós að flugmaðurinn vissi að vélin var ekki í góðu standi. Hann ræddi þá við félaga sinn.

„Ég var að sækja fótboltamann sem Cardiff var að kaupa frá Nantes. Þeir hafa treyst mér til að sækja hann í lélegri rellu. Vanalega er ég með björgunarvestið á milli sætanna en á morgun ætla ég að hafa það á mér,“ segir Ibbotson í hljóðklippunni.

„Í miðju flugi heyrði ég hvell í miðju flugi. Það virkaði fínt að fljúga henni en þetta náði samt athygli minni,“ segir Ibbotson um flugið til Nantes, þangað sem hann var að sækja Sala.

„Ég lenti í Nantes og var að keyra eftir brautinni. Svo komst ég að því þegar ég ætlaði að beygja til vinstri að það voru engar bremsur vinstra megin. Þessi vél þarf að fara aftur í flugskýli.“

„Þetta gæti verið síðasta tækifærið þitt til að tala við mig,“ grínaðist Ibbotson.

Ibbotson hafði ekki réttindi til að fljúga með farþega, eitthvað sem Sala vissi ekki. Flugmaðurinn David Henderson átti að fljúga með Sala en komst ekki. Hann fékk Ibbotson í verkið. Henderson var fangelsaður í 18 mánuði fyrir að koma þeim í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu

Mest lesið

Nýlegt

Frá Roma til Besiktas
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool býður leikmann í skiptum fyrir Guehi

Liverpool býður leikmann í skiptum fyrir Guehi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikill hiti á miðvikudag

Mikill hiti á miðvikudag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir tvennar sögur fara af launapakkanum í Garðabæ – Frítt eða tæpar 3 milljónir á mánuði?

Segir tvennar sögur fara af launapakkanum í Garðabæ – Frítt eða tæpar 3 milljónir á mánuði?