fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Þeir bestu koma báðir úr röðum meistaranna

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 11:00

Rúnar Páll fyrir miðju, er þjálfari Fylkis

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasti þáttur sumarsins af markaþætti Lenjudeildarinnar fór fram í gær. Þar gerðu sérfræðingarnir Hörður Snævar Jónsson og Hrafnkell Freyr Helgason upp sumarið í deildinni.

Þar var með annars valinn besti leikmaður deildarinnar í ár, sem og besti þjálfarinn.

Það þarf lítið að koma á óvart að báðir koma úr röðum Fylkis, öruggum sigurvegara deildarinnar.

Leikmaður ársins var valinn markvörðurinn Ólafur Kristófer Helgason. Hann hélt átta sinnum hreinu á tímabilinu og steig stór skref fram á við á ferli sínum, en hann er aðeins 19 ára gamall.

„Mér fannst erfitt að velja markvörð sem leikmann ársins,“ segir Hrafnkell Freyr Helgason sérfræðingur léttur í þættinum.„Hann á þetta skilið, var frábær í allt sumar,“ bætir hann við.

Þá var Rúnar Páll Sigmundsson valinn þjálfari ársins. Undir hans stjórn vann Fylkir til að mynda tólf leiki í röð í Lengjudeildinni í sumar.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
Hide picture