fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Sjáðu ótrúlegt atvik: Ömurleg frumraun hans fékk móður hans til að gráta

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 19. september 2022 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japaninn Shoya Nakajima átti ömurlega innkomu í sínum fyrsta leik fyrir tyrkneska félagið Antalyaspor á laugardag. Þá fékk hann rautt spjald aðeins tuttugu sekúndum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Hinn 28 ára gamli Nakajima gekk í raðir Antalyasport frá Porto á dögunum og var að spila sinn fyrsta leik. Lið hans var 1-0 undir eftir klukkutíma leik gegn Adana Demirsport og ákveðið að seja hann inn á. Þess má geta að Birkir Bjarnason leikur með Adana.

Nakajima ætlaði klárlega að setja mark sitt á leikinn strax og átti rosalega tæklingu eftir aðeins tuttugu sekúndur inni á vellinum. Með aðstoð myndbandsdómgæslu var hann rekinn af velli með beint rautt spjald.

Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Nakajima var fjölskylda hans í stúkunni, mætt til að fylgjast með frumraun leikmannsins.

Móðir hans trúði ekki sínum eigin augum og felldi tár vegna atviksins.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“