fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Segir fréttirnar um Neymar og Mbappe kjaftasögur – ,,Aldrei heyrt þetta“

Victor Pálsson
Mánudaginn 19. september 2022 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Campos, tæknilegur ráðgjafi Paris Saint-Germain, harðneitar því að Kylian Mbappe hafi reynt að koma Neymar burt frá félaginu í sumar.

Talað var um það um tíma að Mbappe vildi Neymar burt en samband þeirra er oft sagt vera mjög viðkvæmt.

Campos neitar þó þessum fregnum og segist aldrei hafa upplifað slæmt samband á milli leikmannana tveggja.

,,Nei ég hef aldrei heyrt um að Kylian hafi heimtað Neymar burt. Við treystum á alla þessa þrjá leikmenn,“ sagði Campos og átti við Mbappe, Neymar og Lionel Messi.

,,Kylian var besti leikmaður heims, Messi var að aðlagast og Neymar er meiddur. Kylian hélt liðinu saman. Hann er risastór leikmaður fyrir okkur.“

,,Neymar er líka mjög góður leikmaður og við efumst ekki um það. Það sem ég hafði heyrt áður, ég hlýt að hafa heyrt vitlaust því hann mætir alltaf á réttum tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“