fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Meint kynþáttaníð í leik Guðlaugs Victors – Rooney hrósað í hástert fyrir viðbrögð sín

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 19. september 2022 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom upp leiðinda atvik í leik Inter Miami og DC United í MLS-deildinni vestanhafs í gær. Fyrrnefnda liðið var þá nálægt því að ganga af velli og jafnvel gefa leikinn vegna meints kynþáttníðs af hálfu leikmanns DC.

Taxiarchis Fountas er sakaður um að hafa beitt Damion Lowe í liði Inter kynþáttaníði.

Wayne Rooney er stjóri DC á meðan fyrrum liðsfélagi hans Phil Neville er við stjórnvölinn hjá Inter. Þeir ræddu saman á hliðarlínunni eftir að meint atvik kom upp. Að lokum fór það svo að Rooney tók Fountas af velli.

„Ég var tilbúinn að gefa leikinn til að senda skilaboð,“ sagði Neville eftir leik. Hann hrósaði svo Rooney. „Mér hefur alltaf fundist hann vera klassanáungi og að mínu mati gerði hann eitthvað sem skiptir meira máli en nokkuð mark sem hann skoraði á ferlinum (með því að taka Fountas af velli.“

„Við erum félag sem er stolt af fjölbreytileika sínum. Það er ekkert pláss fyrir rasisma í knattspyrnuheiminum eða samfélaginu. Orðið sem var notað er ekki ásættanlegt. Þetta er versta orð í heimi,“ sagði Neville.

Rooney vildi ekki tjá sig mikið um málið. „Það kom kvörtun og ég er viss um að þetta verður rannsakað. Meira get ég ekki sagt.“

Guðlaugur Victor Pálsson er á mála hjá DC United. Hann lék allan leikinn í gær. Lauk honum 2-3 fyrir Inter Miami.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni

Bætti met Eiðs og er sá yngsti í sögunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn

Vissi eftir tvo leiki að leikmennirnir væru of lélegir – Stjórnin bannaði honum að skipta um leikstíl áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Haaland snýr aftur

Haaland snýr aftur
433Sport
Í gær

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“