fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Hitamálið í Vesturbæ vindur upp á sig – Þjálfaranum heitt í hamsi – „Ertu á lyfjum?!“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 19. september 2022 14:00

Christopher Harrington. Mynd: KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikill hiti í kringum kvennalið KR þessa stundina. Fall liðsins niður í Lengjudeild var endanlega staðfest með tapi í gær. Umgjörðin í kringum það hefur þá verið harðlega gagnrýnd. Þjálfari liðsins, Christopher Harrington, hefur nú blandað sér af krafti í umræðuna.

Sjá einnig: Skilur pirring leikmanna en hefði viljað fá málið á sitt borð – „Kannski geta fleiri KR-ingar litið í eigin barm í staðinn fyrir að bölsóttast úti í horni“

Í gær var kvartað yfir því að sjúkrabörur hafi vantað þegar leikmaður KR meiddist. Þá hefur verið í fréttum fyrr í sumar að vallarþul og vallarklukku hafi vantað á einum leik liðsins.

„Mér finnst fyrst og fremst vonbrigði að liðið skildi falla,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, við 433.is fyrr í dag.

„Það er kannski eðlilegt að fólk pirri sig á hinu og þessu en ég er ekki sammála að öllu leyti þó að það megi gera betur í öllu, hvort það er í karla- eða kvennaboltanum.“

„Það er aldrei gott þegar menn geta ekki rætt málin innbyrðis. Það er búið að benda á hitt og þetta og menn reynt að bæta það. En ég held að það sé aðallega vonbrigði hjá öllum aðilum að falla. Það er búið að leggja mikið í þetta lið og árangurinn bara ekki nægilega góður. Það endurspeglast að einhverju leyti í pirrings-viðtali vegna árangursins,“ sagði Páll, en viðtalið í heild má nálgast í hlekknum hér að ofan.

Undir þræði Hafrúnar Kristjánsdóttur á Twitter, þar sem hún gagnrýnir umgjörð í kringum kvennalið KR, sköpuðust svo heitar umræður á milli Harrington og Sigurðar Helgasonar KR-ings.

„Þá er þetta vandamál þjálfarana. Í karlaleikjum boða þjálfarar 2. og 3. flokks leikmenn í þessi verkefni. Annar þjálfari mfl.kv. er líka þjálfari 2.og 3. flokks kvenna. Vona að þetta verði betra í næsta leik. Áfram KR!“skrifar Sigurður.

„Þjálfaranna?! Ertu á lyfjum?! Hvernig getur þú trúað því að þjálfarar þurfi að vera vissir um að umgjörðin í kringum leiki sé fullkomin fyrir leikmenn? Ég hef verið hjá öðrum félögum og það er aldrei á ábyrgð þjálfara að þessir hlutir séu í lagi. Þetta er á ábyrgð sjálfboðaliða og stjórna,“ svarar þá Harrington.

Hann hélt áfram. „Já sjálfboðaliðar eru að gera sitt besta og geta ekki alltaf verið til staðar. Þess vegna er það á ábyrgð þeirra sem eru í kringum liðið að vera með sérstakar áætlanir þegar svona gerist.“

Sigurður svaraði á ný. „Nú ertu að fara með vitleysu Chris. Lestu svar Arnars Páls og þú munt sjá ljósið. Þjálfarar gera fullt af öðrum hlutum t.d. sá Rúnar um að endurhanna og vinna við breytingar á klefa mfl. karla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óli Kri og Lúðvík stýra U-21 árs landsliðinu

Óli Kri og Lúðvík stýra U-21 árs landsliðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir þá elstu og virtustu – Skelfileg byrjun nýja mannsins í kortunum

Ofurtölvan stokkar spilin fyrir þá elstu og virtustu – Skelfileg byrjun nýja mannsins í kortunum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tvær útgáfur af hugsanlegu byrjunarliði Chelsea með Rosenior í brúnni

Tvær útgáfur af hugsanlegu byrjunarliði Chelsea með Rosenior í brúnni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rekinn eftir aðeins átta leiki og reynsluboltinn ráðinn í annað sinn á tímabilinu

Rekinn eftir aðeins átta leiki og reynsluboltinn ráðinn í annað sinn á tímabilinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

City ætlar að taka slaginn við Liverpool

City ætlar að taka slaginn við Liverpool
433Sport
Í gær

Þetta eru leikmennirnir sem hafa ekki þakkað Amorim fyrir

Þetta eru leikmennirnir sem hafa ekki þakkað Amorim fyrir
433Sport
Í gær

Ánetjaðist svefnlyfjum og eyðilagði sambandið við börnin sín – „Hvað á ég að gera núna?“

Ánetjaðist svefnlyfjum og eyðilagði sambandið við börnin sín – „Hvað á ég að gera núna?“