fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Mane orðinn blóraböggull í Þýskalandi – Týndur í tapinu í gær

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. september 2022 09:12

Sadio Mane.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sadio Mane, leikmaður Bayern Munchen, er mikið í umræðunni í Þýskalandi þessa stundina en gengi liðsins hefur ekki verið frábært til þessa.

Bayern tapaði 1-0 gegn Augsburg í gær og hefur nú ekki unnið leik í síðustu fjórum umferðum.

Mane er í raun blóraböggullinn en hann kom til Bayern í sumar og átti að leysa Robert Lewandowski af hólmi sem fór til Barcelona.

Mane hefur skorað þrjú mörk í sjö leikjum í Bundesligunni en virðist ekki finna sig í því hlutverki sem hann spilar í Þýskalandi.

Talað er um að Bayern sé að nota Mane vitlaust og að hann sé betri á vængnum frekar en fyrir miðju.

Mane skoraði 120 mörk í 269 leikjum fyrir Liverpool á sex árum og 23 af þeim komu á síðustu leiktíð.

Stuðningsmenn Bayern hafa töluverðar áhyggjur af gangi mála og telja að Mane sem fremsti maður sé ekki lausnin við brottför Lewandowski.

Hann var langt frá því að vera sannfærandi í tapinu í gær og komst lítið í takt við leikinn eins og hefur áður gerst á tímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Trump með hugmynd um bjóða Rússum um að taka þátt í HM í fótbolta – Gæti hjálpað til við að ljúka innrás þeirra

Trump með hugmynd um bjóða Rússum um að taka þátt í HM í fótbolta – Gæti hjálpað til við að ljúka innrás þeirra
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sonur Ronaldo í fyrsta sinn í landsliði Portúgals – „Ég er stoltur af þér“

Sonur Ronaldo í fyrsta sinn í landsliði Portúgals – „Ég er stoltur af þér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning