fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Heimir valdi fyrirliðann í fyrsta hópinn – Hefur kvartað mikið yfir ástandinu í landsliðinu

Victor Pálsson
Föstudaginn 16. september 2022 20:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson hefur verið staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíka en það gerðist á blaðamannafundi í kvöld.

Heimir hefur verið án starfs í einhvern tíma en vann hér heima í sumar og hjálpaði ÍBV í Bestu deild karla.

Hann þjálfaði síðast lið Al-Arabi í Katar frá 2018 til 2021 en er auðvitað þekktastur fyrir tíma sinn með íslenska landsliðinu.

Heimir starfaði fyrst sem aðstoðarþjálfari hjá landsliðinu frá 2011 til 2013 og tók við aðalliðinu í kjölfarið til fimm ára.

Jamaíka er með marga skemmtilega leikmenn í sínum röðum og má nefna þá Leon Bailey og Michail Antonio sem leika í ensku úrvalsdeildinni.

Athygli vekur að Heimir er strax búinn að velja fyrirliða Jamaíka, Andre Blake, í sinn fyrsta landsliðshóp.

Blake var ekki valinn í síðasta hóp Jamaíka en hann komst í fréttirnar fyri harða gagnrýni í garð knattspyrnusambands Jamaíka.

Blake kvartaði á meðal annars yfir slöku skipulagi og lélegri umgjörð í kringum liðið en markmaðurinn virðist þó ætla að gefa verkefninu tækifæri undir stjórn Heimis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gleðin tók völd í klefanum hjá Glódísi – Söngur og dans þeirra vekur athygli

Gleðin tók völd í klefanum hjá Glódísi – Söngur og dans þeirra vekur athygli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrirliðinn söng um stóran lim fyrir framan þúsundir manna – „Hann er það svo sannarlega“

Fyrirliðinn söng um stóran lim fyrir framan þúsundir manna – „Hann er það svo sannarlega“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirgaf veitingastað pöddufullur og nú vill fólkið að hann selji hlut sinn í hvelli

Yfirgaf veitingastað pöddufullur og nú vill fólkið að hann selji hlut sinn í hvelli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Færa leik til Tottenham svo United hafi ekkert forskot ef bæði lið komast í úrslit

Færa leik til Tottenham svo United hafi ekkert forskot ef bæði lið komast í úrslit