fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Ná áætlanir Bandaríkjamannsins mun lengra aftur en fólk heldur?

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 08:00

Todd Boehly, eigandi Chelsea. (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er útlit fyrir að Todd Boehly, eigandi Chelsea, hafi haft augastað á Graham Potter, nýjum stjóra liðsins, nokkru áður en hann réði hann fyrir Thomas Tuchel.

Tuchel var rekinn í síðustu viku og Potter ráðinn í hans stað.

Í sumar, er Chelsea átti í viðræðum við Marc Cucurella, þá leikmann Brighton, spurði Boehly bakvörðinn út í Potter og hans aðferðir.

Cucurella var svo keyptur til Chelsea. Nokkrum vikum síðar er Potter mættur einnig.

Því er því nú velt upp hvort Boehly hafi verið farinn að íhuga Potter sem mögulegan arftaka Tuchel, nokkru áður en Þjóðverjinn var rekinn úr starfi.

Chelsea leikur sinn fyrsta leik undir stjórn Potter annað kvöld, er liðið fær RB Salzburg í heimsókn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið tapaði fyrsta leik riðilsins gegn Dinamo Zagreb, sem var einmitt síðasti leikur Tuchel við stjórnvölinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Brendan Rodgers gæti verið að landa stóru starfi á Englandi

Brendan Rodgers gæti verið að landa stóru starfi á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslenskt teymi í Belfast

Íslenskt teymi í Belfast