fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
433Sport

Allt undir á Hlíðarenda í kvöld – Valur svo gott sem tryggir titilinn með sigri

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 16:00

Valur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fer fram sannkallaður stórleikur í Bestu deild kvenna í kvöld þegar Valur tekur á móti Breiðabliki.

Valur er á toppi deildarinnar að fjórtán umferðum loknum, sex stigum á undan Breiðabliki. Þá er Valur með aðeins betri markatölu en Blikar.

Gestirnir úr Kópavogi þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld, ef liðið ætlar sér að halda titilbaráttunni á lífi í þeim þremur umferðum sem eftir verða að leik loknum í kvöld.

Þegar liðin mættust fyrr á tímabilinu vann Valur 0-1 sigur á Kópavogsvelli. Þá áttust liðin einnig við í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í lok síðasta mánaðar. Þar hafði Valur sömuleiðis betur, 2-1.

Leikurinn í kvöld fer fram á Origo-vellinum að Hlíðarenda og hefst klukkan 19:15.

Annar leikur er á dagskrá í Bestu deild kvenna í kvöld. Þar tekur Afturelding á móti KR. Sá leikur hefst á sama tíma og stórleikurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guardiola fjarverandi í dag vegna persónulegra vandamála

Guardiola fjarverandi í dag vegna persónulegra vandamála
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vilja kaupa fyrrum miðjumann Arsenal í janúar

Vilja kaupa fyrrum miðjumann Arsenal í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kveður Kóreu eftir góð ár og vill komast aftur til Englands

Kveður Kóreu eftir góð ár og vill komast aftur til Englands
433Sport
Í gær

Sögulegur sigur Blika – Sá fyrsti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og skilar 60 milljónum í kassann

Sögulegur sigur Blika – Sá fyrsti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og skilar 60 milljónum í kassann
433Sport
Í gær

Ræðir fósturmissi opinskátt eftir tvö fósturlát unnustu sinnar – Samstarfsfélagi hans kom með óheppilega spurningu

Ræðir fósturmissi opinskátt eftir tvö fósturlát unnustu sinnar – Samstarfsfélagi hans kom með óheppilega spurningu