fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Allt undir á Hlíðarenda í kvöld – Valur svo gott sem tryggir titilinn með sigri

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 16:00

Valur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fer fram sannkallaður stórleikur í Bestu deild kvenna í kvöld þegar Valur tekur á móti Breiðabliki.

Valur er á toppi deildarinnar að fjórtán umferðum loknum, sex stigum á undan Breiðabliki. Þá er Valur með aðeins betri markatölu en Blikar.

Gestirnir úr Kópavogi þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld, ef liðið ætlar sér að halda titilbaráttunni á lífi í þeim þremur umferðum sem eftir verða að leik loknum í kvöld.

Þegar liðin mættust fyrr á tímabilinu vann Valur 0-1 sigur á Kópavogsvelli. Þá áttust liðin einnig við í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í lok síðasta mánaðar. Þar hafði Valur sömuleiðis betur, 2-1.

Leikurinn í kvöld fer fram á Origo-vellinum að Hlíðarenda og hefst klukkan 19:15.

Annar leikur er á dagskrá í Bestu deild kvenna í kvöld. Þar tekur Afturelding á móti KR. Sá leikur hefst á sama tíma og stórleikurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Í gær

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Í gær

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár
433Sport
Í gær

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“
433Sport
Í gær

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“