fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Var Sara Björk hrokafull eða voru spurningar fréttamanns RÚV heimskulegar?

433
Sunnudaginn 11. september 2022 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson, sem lagði nýverið skóna á hilluna eftir tvö hjartastopp á innan við sex mánuðum, settist í Íþróttavikuna með Benna Bó til að fara yfir fréttir vikunnar ásamt Herði Snævari Jónssyni íþróttastjóra Torgs.

Farið var yfir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn Hollandi en það munaði aðeins 15 sekúndum að Ísland færi beint á HM sem verður í Ástralíu og Nýja Sjálandi á næsta ári.

Eftir leikinn fór fyrirliði liðsins, Sara Björk Gunnarsdóttir, í viðtal til Gunnars Birgissonar íþróttafréttamanns. Emil var hrifinn af viðtalinu en Hörður var ekki sammála.

„Ég verð að viðurkenna að ég hafði gaman af þessu viðtali. Hún sýndi tilfinningar og þetta var nákvæmlega eins og henni leið á þessum tímapunkti. Maður skilur hana vel. Þær voru að missa af HM og umspilið er meira en að segja það. Maður sá nákvæmlega hvernig henni leið,“ sagði Emil en sagði að kannski hefði hún átt að taka þrjá djúpa andadrætti.

video
play-sharp-fill

„Hún var verulega hrokafull í þessu viðtali. Spurningar Gunna vinar míns voru ekkert upp á 10,5 en við sem höfum tekið viðtöl eftir leiki getum alveg spurt heimskulegra spurninga.

En þarna er fyrirliði þjóðarinnar að tala til þjóðarinnar í gegnum ríkisútvarpið og hún hefði alveg mátt vanda sig betur. En ég spilaði hæst í þriðju deild, ég veit ekkert hvernig er að tapa svona leik,“ sagði Hörður léttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opnar sig um það þegar átta ára drengur lést í fangi hans

Opnar sig um það þegar átta ára drengur lést í fangi hans
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi hrósar Sölva og talar um þetta sem hans stærsta kost – „Hefðu getað farið á taugum og leitað eftir galdralausn“

Gylfi hrósar Sölva og talar um þetta sem hans stærsta kost – „Hefðu getað farið á taugum og leitað eftir galdralausn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skella verðmiða á hann í kjölfar áhuga Real Madrid og enskra stórliða

Skella verðmiða á hann í kjölfar áhuga Real Madrid og enskra stórliða
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona er hópur Þorsteins fyrir tvo mikilvæga leiki

Svona er hópur Þorsteins fyrir tvo mikilvæga leiki
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær líklegur til að taka við spennandi starfi

Solskjær líklegur til að taka við spennandi starfi
Hide picture