fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433Sport

Jónatan Ingi og Brynjólfur á skotskónum – Arnór Sig lagði upp í tapi

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. september 2022 21:20

Jónatan Ingi í leik með FH 2020. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónatan Ingi Jónsson hefur farið frábærlega af stað með Sogndal í Noregi en liðið leikur í næst efstu deild.

Jónatan komst á blað fyrir Sogndal í 3-3 jafntefli við Bryne í dag en hann skoraði fyrsta mark liðsins í leiknum.

Valdimar Þór Ingimundarson var einnig í byrjunarliði Sogndal og lagði hann upp annað mark liðsins á Isaac Twum.

Í Danmörku lék Alfreð Finnbogason sinn annan leik fyrir Lyngby sem gerði 1-1 jafntefli við AaB. Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby en liðið er á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig.

Í sömu deild lék Mikael Neville Anderson með AGF sem tapaði 1-0 gegn Silkeborg. Stefán Teitur Þórðarson spilaði allan leikinn fyrir Silkeborg.

Arnór Sigurðsson, Arnór Ingvi Traustason og Ari Freyr Skúlason voru allir í byrjunarliði Norrköping í Svíþjóð sem tapaði 2-1 gegn Malmö.

Arnór lagði upp eina mark Norrköping en Andri Lucas Guðjohnsen kom einnig inná sem varamaður á 58. mínútu.

Hákon Rafn Valdimarsson stóð í marki Elfsborg í sömu deild er liðið vann 2-0 sigur á Sundsvall.

Í efstu deild Noregs varði Patrik Sigurður Gunnarsson mark Viking sem vann HamKam, 2-1.

Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði í öðrum leiknum í röð fyrir Kristiansund sem vann 3-2 sigur á Valerenga. Brynjar Ingi Bjarnason var ónotaður hjá gestaliðinu í tapinu.

Alfons Sampsted var auðvitað á sínum stað í bakverði Bodo/Glimt og lék allan leikinn er liðið tapaði 3-2 gegn Tromso.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar
433Sport
Í gær

,,Hver í andskotanum gerir þetta svo stuttu eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“

,,Hver í andskotanum gerir þetta svo stuttu eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri