fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Gagnrýna spilamennsku kvennalandsliðsins – „Það má alveg gera kröfu að það sé betra gameplan“

433
Laugardaginn 10. september 2022 10:30

Agla María skoraði. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson, sem lagði nýverið skóna á hilluna eftir tvö hjartastopp á innan við sex mánuðum, settist í Íþróttavikuna með Benna Bó til að fara yfir fréttir vikunnar ásamt Herði Snævari Jónssyni íþróttastjóra Torgs.

Farið var yfir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn Hollandi en það munaði aðeins 15 sekúndum að Ísland færi beint á HM sem verður í Ástralíu og Nýja Sjálandi á næsta ári.

Þeir voru þó sammála að íslenska liðið hefði mátt halda í boltann aðeins betur. „Þetta var nálægt því að heppnast en á sama tíma langt frá því að heppnast. Við lifðum á lyginni nánast í 90 plús mínútur. Uppleggið var ekkert. Sparkað langt og vonað það besta sem er sama stef og var á EM í sumar. Við höldum boltanum ekki neitt sem er ekkert hægt gegn betri liðum að treysta á Guð og lukkuna,“ sagði Hörður.

video
play-sharp-fill

Umsjónarmaðurinn, Benedikt Bóas, sagði að besti leikmaður Íslands, fyrir utan Söndru markvörð hefði verið heppninn. „Það má alveg gagnrýna liðið aðeins því hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar til að gera örlítið meira. En. Það er dauðafæri að komast á HM og vonandi heppnast það,“ bætti Hörður við.

Emil tók undir þessi orð. „Það er stutt á milli í fótbolta. Ef þær hefðu haldið út í 90 sekúndur í viðbót þá væri planinu hrósað og allt væri geggjað.

Mér finnst samt rétt það sem Höddi bendir á. Við erum með margar stelpur sem eru að spila í góðum liðum og væntingarnar meiri og maður vill sjá þær halda boltanum aðeins meir. Að það sé eitthvað skýrt plan hvernig á að vinna leiki. Þetta lítur tilviljunar kennt út akkúrat núna.“

Hörður sagði að þrjár landsliðskonur væru í FC Bayern, Sveindís væri í Wolfsburg, Sara í Juventus og Berglind Björg í PSG. „Við erum með sex leikmenn sem spila í bestu liðum Evrópu.

video
play-sharp-fill
.“

Benedikt Bóas spurði þá félaga hvort Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari væri á réttri leið með liðið miðað við fótboltann sem væri verið að spila. „Það er erfitt að gagnrýna Steina fyrir utan þetta. Hann tekur við liði sem er komið á EM og hans hlutverk er að stíga næsta skref með þetta góða lið. Hann fékk nýjan samning og forysta KSÍ telur hann vera nógu góðan og vera gera góða hluti – það er það eina sem skiptir hann máli,“ sagði Hörður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

,,Besti leikur sem hann hefur spilað síðan ég kom“

,,Besti leikur sem hann hefur spilað síðan ég kom“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal sagt hafa virkjað samtalið

Arsenal sagt hafa virkjað samtalið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Unnusti hennar í sviðsljósinu daglega en hún slær í gegn fyrir þennan magnaða hæfileika

Unnusti hennar í sviðsljósinu daglega en hún slær í gegn fyrir þennan magnaða hæfileika
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Liverpool leikur sinn síðasta leik á ferlinum á morgun

Fyrrum leikmaður Liverpool leikur sinn síðasta leik á ferlinum á morgun
433Sport
Í gær

Leggur til að Ödegaard verði sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal

Leggur til að Ödegaard verði sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal
433Sport
Í gær

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða
433Sport
Í gær

Ofurparið slítur sambandinu – Hún er sögð sú kynþokafyllsta í heimi

Ofurparið slítur sambandinu – Hún er sögð sú kynþokafyllsta í heimi
Hide picture