fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Bjóða alvöru seðil en geta ekki gert upp við menn – ,,,,Ég fékk yfir mig holskeflu og Valtarinn var fyrir utan heima hjá mér“

Victor Pálsson
Laugardaginn 10. september 2022 20:00

Kristján Óli t.v

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ansi áhugavert umræðuefni var rætt í Hlaðvarpsþættinum Þungavigtin á föstudag er nýjasti þátturinn fór í loftið.

Þar ræddi Kristján Óli Sigurðsson fjárhagsmál Fram en hann greindi frá því fyrir ekki löngu síðan að leikmenn liðsins væru ekki að fá borgað á réttum tíma.

Í kjölfarið svöruðu Framarar fyrir þessa ásökun og harðneituðu en Kristján stendur harður á því að þarna sé farið með rétt mál.

Samkvæmt Kristjáni eru Framarar í vandræðum með að borga leikmönnum laun þessa dagana en framlengdu samt sem áður við miðjumanninn öfluga Tiago á fimmtudaginn.

,,Það kom bara póstur á ensku til allra leikmanna frá stjórn að það væri ekki til peningur til að borga alveg strax núna á mánudaginn,“ sagði Kristján.

,,Það er 1. hjá venjulegu fólki og 5. vanalega hjá þeim en það er bara þannig að það er smá brekka og menn sem eru ekki búnir að fá útborgað núna en í gær var framlengt við Tiago, frábæran leikmann og það voru fleiri lið á eftir honum.“

,,Mér skilst að Breiðablik hafi haft áhuga á honum, hvort þeir hafi gert honum formlegt samningstilboð eða ekki þá voru fleiri lið á eftir honum þannig hann hefur fengið alvöru seðil hjá Fram og svo geta þeir gert ekki upp við menn.“

Ríkharð Óskar Guðnason spyr þá Kristján að því hvort þetta sé ekki venjulegt hjá liðum í efstu deild að vera í vandræðum einn mánuð.

,,Ég fékk yfir mig holskeflu og Valtarinn var bara fyrir utan á Jagúar heima hjá mér. Ég stend við þetta og þetta er ekkert eina liðið en ég hef bara ekki fengið gögn annars staðar. Fólk hefur áhuga á að vita svona lagað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

,,Besti leikur sem hann hefur spilað síðan ég kom“

,,Besti leikur sem hann hefur spilað síðan ég kom“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“

Hrafnkell las yfir stórstjörnunni eftir umdeilda útlitsbreytingu hans – „Eitthvað það dónalegasta og ógeðslegasta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal sagt hafa virkjað samtalið

Arsenal sagt hafa virkjað samtalið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Unnusti hennar í sviðsljósinu daglega en hún slær í gegn fyrir þennan magnaða hæfileika

Unnusti hennar í sviðsljósinu daglega en hún slær í gegn fyrir þennan magnaða hæfileika
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Liverpool leikur sinn síðasta leik á ferlinum á morgun

Fyrrum leikmaður Liverpool leikur sinn síðasta leik á ferlinum á morgun
433Sport
Í gær

Leggur til að Ödegaard verði sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal

Leggur til að Ödegaard verði sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal
433Sport
Í gær

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða
433Sport
Í gær

Ofurparið slítur sambandinu – Hún er sögð sú kynþokafyllsta í heimi

Ofurparið slítur sambandinu – Hún er sögð sú kynþokafyllsta í heimi