fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Evrópudeildin: Manchester United tapaði á Old Trafford – Elías varamaður hjá Midtjylland

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 8. september 2022 20:58

Cristiano Ronaldo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United byrjar ansi illa í Evrópudeildinni þetta árið eftir leik við Real Sociedad í kvöld.

Man Utd tók á móti Sociedad á heimavelli sínum í Manchester en þurfti að sætta sig við 1-0 tap.

Það var Brais Mendez sem sá um að tryggja Sociedad sigurinn með marki á 59. mínútu seinni hálfleiks úr vítaspyrnu.

Í sama riðli og þessi lið mættust Omonia og Sheriff þar sem Sheriff hafði betur sannfærandi 3-0.

Elías Rafn Ólafsson er búinn að missa byrjunarliðssæti sitt hjá Midtjylland en liðið mætti Sturm Graz í kvöld.

Elías hóf tímabilið sem aðalmarkvörður Midtjylland en er nú orðinn varamaður og lék ekki í 1-0 tapi gegn þeim austurrísku.

Fleiri leikir fóru fram og hér má sjá helstu úrslitin.

Manchester Utd 0 – 1 Real Sociedad
0-1 Brais Mendez(’59 , víti)

Omonia 0 – 3 Sheriff
0-1 Rasheed Ibrahim Akanbi(‘2)
0-2 Iyayi Atiemwen (’54 , víti)
0-3 Mouhamed Diop (’76)

Lazio 4 – 2 Feyenoord
1-0 Luis Alberto (‘4 )
2-0 Felipe Anderson (’15)
3-0 Matias Vecino (’28)
4-0 Matias Vecino (’63)
4-1 Santiago Gimenez (’69 , víti)
4-2 Santiago Gimenez (’88 )

Sturm Graz 1 – 0 Midtjylland
1-0 Emanuel Emegha(‘8 )

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham
433Sport
Í gær

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild
433Sport
Í gær

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“