fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
433Sport

Þáttastjórnendur hissa þegar Kári lýsir því hversu viðkunnanlegur einn af stjörnuleikmönnum Frakka er – „Hann var alltaf auðmjúkur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 12:00

Kári Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum landsliðsmaðurinn og Íslandsmeistarinn Kári Árnason er mikil aðdáandi Olivier Giroud, framherja AC Milan og franska landsliðsins.

Kári var gestur í nýjasta þætti Steve Dagskrá, þar sem hann ræddi Frakkann. Þeir hafa nokkrum sinnum mæst í landsleikjum.

„Ég er mikill talsmaður Giroud, einn vanmetnasti leikmaðurinn. Það er alltaf verið að hrauna yfir hann fyrir að gera ekki hitt og þetta en þetta er besti „target-maður“ og „link-up-leikmaður“ sem þú finnur. Ef þú setur nógu góðu leikmenn í kringum hann munu þeir skína,“ segir Kári.

„Þetta var ekkert lamb að leika sér við. Hann er svo sterkur og hann er með frábæra fyrstu snertingu. Hann gerir bara allt í einni snertingu og svo er hann mættur inn í teig. Þú getur ekki litið af honum.“

Olivier Giroud. Mynd/Getty

Kári segir jafnframt að Giroud sé einstaklega viðkunnanlegur, sem kom þáttastjórnendum töluvert á óvart.

„Hann er toppmaður inni á velli. Hann var alltaf auðmjúkur. Hann var bara „veistu ég er sammála þér, þetta var ekki brot,“ Ef maður var eitthvað að þjösnast í dómaranum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal

Segist ætla að vinna alla titlana með Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mætir einn í vinnuna og fær ekki að hitta vini sína

Mætir einn í vinnuna og fær ekki að hitta vini sína
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vandræðaleg byrjun hjá Ten Hag – Rassskelltir af táningum frá Brasilíu

Vandræðaleg byrjun hjá Ten Hag – Rassskelltir af táningum frá Brasilíu
433Sport
Í gær

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm

Líkt við söngvara Hanson eftir að þessar myndir náðust í Róm
433Sport
Í gær

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern

Faðir Wirtz segir frá því hvernig Slot heillaði og erfiðu símtali í Bayern
433Sport
Í gær

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir

Koma upp um leynifundi stjórnenda Manchester United – Eru staddir á Íslandi til að reyna að finna lausnir