fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Fór í illu frá Liverpool en er nú í stríði við umboðsmanninn sem „eyðilagði feril hans“ – „Þú skildir fjölskyldu mína eftir í molum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 08:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bobby Duncan, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur hjólað í gamla umboðsmann sinn, Saif Rubie og segir hann hafa skemmt feril sinn.

Hinn 21 árs gamli Duncan fór frá Liverpool árið 2019 til Fiorentina. Félagaskiptin komu mörgum á óvart, en hann er frændi Steven Gerrard og margir héldu að hann myndi vilja sanna sig hjá Liverpool.

Rubie sakaði Liverpool hins vegar um einelti og sagði félagið ekki vilja hleypa leikmanninum til Ítalíu. Hann sagði Duncan glíma við andleg vandamál í kjölfarið. Skömmu síðar samþykkti Liverpool að selja Duncan til Fiorentina fyrir 1,8 milljónir punda.

Duncan stóð sig engan veginn hjá Fiorentina. Hann sagði umboðsmanninum upp nokkrum mánuðum síðar. Hann hélt svo til Derby, þar sem hann fann sig ekki heldur. Hann spilar nú með Real Balompedica Linense í spænsku C-deildinni.

Rubie var í viðtali á talkSPORT á dögunum, þar sem hann sagði ekki rétt að hann hafi viljað að leikmaðurinn færi frá Liverpool á sínum tíma.

„Ég ráðlagði honum að vera áfram hjá Liverpool. Mitt starf er bara að gera mitt besta fyrir þann sem vil lhjálp mína, hvort sem það er leikmaður, félagið sem er að selja eða félagið sem er að kaupa,“ sagði hann.

„Þið ráðið hvort þið trúið mér eða ekki en ég mér fannst besta niðurstaðan að hann yrði áfram hjá Liverpool. En á endanum átti það ekki að verða og hann fór í raun í illu, sem var óheppilegt.“

Duncan svaraði Rubie á Twitter. „Ég hafði ekkert um þetta að segja því þú ákvaðst að setja feril minn í hættu og snerir leikmanni gegn uppeldisfélaginu. Þú skildir fjölskyldu mína eftir í molum.“

„Ég hef aldrei minnst á þetta í öll þessi ár þar sem ég hef verið að reyna að koma ferlinum mínum aftur á flug, en samt telur þú þig hafa rétt til þess að tala um mig í útvarpsþætti.“

„Ég hefði aldrei átt að treysta þér fyrir ferlinum mínum. Ég lærði erfiða lexíu þarna. Ég vona bara að þú hafir lært þína þar sem þetta gæti eyðilagt feril annars leikmanns líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið