fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Jón Þór gerði fjórfalda breytingu í fyrri hálfleik – Met í efstu deild?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 4. september 2022 19:11

Jón Þór Hauksson er þjálfari ÍA / ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram gjörsamlega sturlaður leikur á Akranesi í kvöld er ÍA og KR áttust við.

KR ætlaði að taka þægilega þrjú punkta heim í Vesturbæinn um tíma og komst í 3-0 eftir 28 mínútur.

Þá hófst svakaleg endurkoma ÍA sem skoraði þrjú mörk á móti og tókst að jafna metin í 3-3.

Atli Sigurjónsson kom svo KR aftur yfir á 53. mínútu með sínu öðru marki áður en Eyþór Aron Wöhler gerði sitt annað mark til að tryggja ÍA stig.

ÍA er nú einu stigi frá öruggu sæti eftir stigið en KR situr þægilega um miðja deild.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var bálreiður í fyrri hálfleik í dag og gerði fjórfalda skiptingu á 38. mínútu er staðan var 3-1 fyrir KR.

Þessar skiptingar skiluðu sér heldur betur og er líklega um met að ræða í efstu deild eins og Guðmundur Benediktsson bendir á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framlengir við Barcelona til 2030

Framlengir við Barcelona til 2030
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest

Gibbs-White búinn að framlengja við Forest
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“

Segist ekki sjá eftir neinu og virtist skjóta á fyrrum yfirmanninn – ,,Gekk ekki svo illa, er það?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal staðfestir komu Gyokores

Arsenal staðfestir komu Gyokores