Arsenal á Englandi reyndi að fá sóknarmanninn Ferran Torres frá Barcelona á lokadegi félagaskiptagluggans.
Frá þessu greinir El Nacional en Arsenal bauð 30 milljónir evra í Torres sem lék áður með Manchester City.
Torres gekk aðeins í raðir Börsunga frá Manchester City í byrjun árs og kostaði liðið 55 milljónir evra.
Xavi, stjóri Börsunga, hafði ekki áhuga á að losa Torres og bað félagið um leið að hafna tilboðinu.
Börsungar máttu ekki við því að missa Torres eftir að Pierre-Emerick Aubameyang gerði samning við Chelsea.