fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Kári lýsir skrautlegri Svíþjóðardvöl: Var illa liðinn af liðsfélögum – „Partí hjá mér í kvöld, ekki bjóða honum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 13:09

Kári Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður og yfirmaður knattspyrnumála hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings, er gestur í nýjasta þætti Steve Dagskrá.

Kári, sem lagði skóna á hilluna síðasta haust, eftir að hafa unnið Íslands- og bikarmeistaratitilinn með Víkingi á síðustu leiktíð, fer yfir ýmislegt í viðtalinu.

Hann sagði til að mynda frá því þegar hann fór út í atvinnumennsku til Djurgarden árið 2004. Liðið var ógnarsterkt og sænskur meistari á þeim tíma.

„Ég sá frekar fljótlega að þeir voru allir miklu betri en ég í fótbolta, hver einn og einasti leikmaður í liðinu. Þetta er sennilega eitt besta lið sem ég spilaði fyrir. Þetta var einum of stórt skref sem fyrsta skref,“ segir Kári.

Sölvi Geir Ottesen fór einnig til Djurgarden árið 2004. Kári segir þá í raun hafa staðið einir gegn hinum frá fyrsta degi. „Fyrsta snerting var ekki nógu góð, sendingar ekki nógu góðar.“

Kári segir að þar sem hann hafi upplifað að hann væri ekki jafngóður og aðrir leikmenn Djurgarden í mörgum þáttum leiksins hafi hann breytt mikið um leikstíl.

„Ég var meira léttleikandi leikmaður áður en ég fór út en þarna sneri ég þessu við í ofbeldi eiginlega. Ég gat ekki staðið í þeim í fótbolta, tækni eða öðru, þannig ég varð bara að fara einhverja aðra leið að því. Það er mjög þægilegt þegar þú ert að spila inni á miðjunni að þá getur þú bara lagt menn í einelti.“

Hann var spurður út í það hvort hann hafi meitt menn. „Já, bara algjört ógeð,“ svarar Kári, léttur í bragði. „Þú getur ímyndað mér hvernig svona mönnum er tekið, þú ert ekkert vinsælasti maðurinn á svæðinu. „Partí hjá mér í kvöld, ekki bjóða honum,“ þetta var svolítið svoleiðis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sér ekki eftir að hafa hleypt Messi burt og útilokar endurkomu

Sér ekki eftir að hafa hleypt Messi burt og útilokar endurkomu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Í gær

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér
433Sport
Í gær

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn