Trent Alexander-Arnold skoraði sturlað mark í ensku úrvalsdeildinni í dag er Liverpool tók á móti Bournemouth.
Bakvörðurinn skoraði þriðja mark Liverpool sem er að vinna Bournemouth með sex mörkum gegn engu.
Trent hefur ávallt verið þekktur fyrir það að vera með góðan skotfót og sannaði það í dag með þrumuskoti fyrir utan teig.
Markið má sjá hér.
Trent GOAL pic.twitter.com/rldkhrp6gg
— The Art Of Goals (@TheArtOfGoals_) August 27, 2022