Framtíð Cristiano Ronaldo hjá Manchester United hefur verið ein af sögum sumarsins en framherjinn er sagður vilja burt.
Ekkert félag hefur hins vegar lagt fram formlegt tilboð í Ronaldo fyrir utan eitt félag í Sádí Arabíu.
Nú er mest talað um að Ronaldo gæti farið heim til Sporting Lisbon en Ronaldo vill ólmur spila í Meistaradeild Evrópu.
Mikið hefur verið rætt og ritað um að Ronaldo sé með lélegan móral í herbúðum United en stuðningsmenn félagsins kaupa það ekki.
Í gær fór myndband af Ronaldo að ganga á netinu þar sem hann peppar liðsfélaga sína all hressilega fyrir fyrsta leik tímabilsins gegn Brighton.
Ronaldo var á meðal varamanna en hann gekk að flestum leikmönnum liðsins og óskaði þeim góðs gengis. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Cristiano Ronaldo motivating his team-mates when starting from the bench. The part the media never shows.pic.twitter.com/yMqB2Ogdaw
— TCRgoals (@TCR_GOALS) August 25, 2022