Stuðningsmenn Arsenal yrðu alls ekki ánægðir í sumar ef Pierre Emerick Aubameyang gengur í raðir Chelsea.
Þetta segir fyrrum miðjumaður Arsenal, Ray Parlour, en Aubameyang lék með liðinu frá 2018 til 2022.
Fyrr á þessu ári var Aubameyang í raun sparkað burt frá Arsenal og endaði á að semja við Barcelona.
Chelsea ku nú vera að skoða þann möguleika að fá Aubameyang sem er orðinn 33 ára gamall.
,,Ég held að stuðningsmenn Arsenal yrðu alls ekki ánægðir. Þetta eru keppinautar Arsenal og munu þau berjast um topp fjögur á tímabilinu,“ sagði Parlour.
,,Aubameyang var þó ýtt burt þaðan og gæti viljað spila í ensku deildinni á ný, Mikel Arteta sá til þess að hann myndi fara.“
,,Þetta er augljóst val fyrir Chelsea, svo sannarlega. Timo Werner er farinn aftur til RB Leipzig svo þeim vantar mörk. Aubameyang mun klárlega skora mörk.“
,,Þetta yrðu góð kaup fyrir Chelsea, ef þú færð hann í eitt tímabil þá mun hann vilja sanna það að fólk hafði rangt fyrir sér.“