fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Segir leikmönnum að hundsa ljótu skilaboðin – Þakklátur fyrir öðruvísi tíma

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. ágúst 2022 19:44

Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace (Mynd /Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace, vill að leikmenn sínir hjá félaginu hundsi þau skilaboð sem þeir fá á samskiptamiðlum.

Þetta segir Vieira eftir leik síðustu helgar er Joachim Andersen, leikmaður Palace, varð fyrir áreiti eftir leik við Liverpool.

Margir stuðningsmenn Liverpool sendu ljót skilaboð á danska landsliðsmanninn sem barðist við framherjann Darwin Nunez í leiknum.

Nunez varð að lokum mjög pirraður á hegðun Andersen og fékk rautt spjald fyrir að skalla andstæðing sinn í síðari hálfleik.

,,Hann er auðvitað í lagi. Hann átti mjög góðan leik gegn Liverpool og þessi skilaboð sem hann fékk voru ekki falleg,“ sagði Vieira.

,,Þetta er eitthvað sem við viljum ekki sjá eða heyra um. Við þurfum að taka þessu því það er svo auðvelt að tjá sig á samskiptamiðlum.“

,,Ég er ánægður að þegar ég spilaði var þetta ekki til staðar, nútímaleikmenn þurfa að takast á við þetta. Besta leiðin er að hundsa þessi skilaboð því þú veist ekki hvaðan þau koma eða frá hvaða landi.

,,Lögreglan mun gera sitt besta í að hafa tök á þessu en sem leikmaður er best að hundsa þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar

Arsenal sagt tilbúið að selja tvo sóknarmenn í janúar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar

Áfall hjá City fyrir stórleik helgarinnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Arftaki Mourinho klár
433Sport
Í gær

Roy Keane ræðir brottreksturinn hjá sínu gamla félagi

Roy Keane ræðir brottreksturinn hjá sínu gamla félagi
433Sport
Í gær

Fallegt augnablik Andra og Daníels Guðjohnsen í viðtölum eftir leik – „Hann var svo flottur, ég er svo stoltur af honum“

Fallegt augnablik Andra og Daníels Guðjohnsen í viðtölum eftir leik – „Hann var svo flottur, ég er svo stoltur af honum“