fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
433Sport

Selfyssingar tjá sig um ásakanir pólska leikmannsins um mismunun

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 19. ágúst 2022 19:56

Chris Jastrzembski / Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar lýsinga Chris Jastrzembski af dvöl sinni hjá félaginu.

Jastrzembski gekk í raðir Selfoss í mars en lék aðeins níu leiki hér á landi. Hann er nú hjá Prey Veng FC í Kamdódíu.

Félagið kom verr fram við mig vegna þess að ég var með pólskt vegabréf,“ sagði Chris á dögunum. ,,Þetta er versta land sem ég hef komið til á ævi minni. Ég mun aldrei fara þangað aftur. Ég myndi ekki mæla með því að pólskir knattspyrnumenn leiti þangað á sínum ferli. Fólk er flokkað þarna. Félagið kom verr fram við mig en aðra vegna þess að ég var með pólskt vegabréf. Frá fyrsta degi hafði ég enga virðingu hjá þessu fólki.“

Jastrzembski var einnig með starf hjá knattspyrnuliði Selfoss, á milli þess sem hann æfði og lék knattspyrnu. Eitt sinn var hann að setja saman vinnupall. Við það notaði hann stiga og fékk aðstoð frá konu á svæðinu sem hélt í stigann á meðan Jastrzembski var í honum. „Á þeim tíma kom yfirmaður á svæðinu til okkar og sagði konunni að það væri óþarfi fyrir hana að halda við stigann. Það væri lítill vindur á svæðinu og litlar líkur á því að stiginn myndi detta.“

Konan fór en Jastrzembski datt úr stiganum. Konan var miður sín er hún kom aftur til hans vegna þess sem hafði komið fyrir. „Ég sagði henni að hafa ekki áhyggjur af þessu. Yfirmaðurinn kom stuttu seinna og sagði eitthvað við hana á íslensku sem ég skildi ekki.“ Konan sagði Jastrzembski svo frá því hvað yfirmaðurinn hafði sagt. „Fari hann til fjandans. Hann er bara Pólverji. Ef hann drepst þá eru margir Pólverjar sem geta komið í staðinn,“ á maðurinn að hafa sagt.

Selfyssingar hafa nú brugðist við þessum ásökunum með yfirlýsingu. „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta,“ segir meðal annars í henni.

„Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þátttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Það er stuðst við jafnréttisáætlun og siðareglur Umf. Selfoss.“

„Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best.“

Yfirlýsinguna í heild má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ná samkomulagi við leikmanninn en neita að hækka upphæðina

Ná samkomulagi við leikmanninn en neita að hækka upphæðina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að fyrrum landsliðsþjálfarinn hafi gert stór mistök – Stærsta stjarnan gefur ekki kost á sér

Segir að fyrrum landsliðsþjálfarinn hafi gert stór mistök – Stærsta stjarnan gefur ekki kost á sér
433Sport
Í gær

Besta deildin: Blikar jöfnuðu Víkinga á toppnum

Besta deildin: Blikar jöfnuðu Víkinga á toppnum
433Sport
Í gær

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Í gær

Samþykkti að spila undir Alonso en ekki Ten Hag

Samþykkti að spila undir Alonso en ekki Ten Hag
433Sport
Í gær

Náðu skjáskoti af mistökum félagsins – Virtust staðfesta komu næsta leikmanns Arsenal

Náðu skjáskoti af mistökum félagsins – Virtust staðfesta komu næsta leikmanns Arsenal