fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
433Sport

Mjólkurbikarinn: Víkingar í undanúrslit eftir svakalegan leik við KR – Mikil dramatík undir lokin

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 18. ágúst 2022 21:51

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur R. 5 – 3 KR
1-0 Erlingur Agnarsson (’31)
2-0 Birnir Snær Ingason (’36)
2-1 Theodór Elmar Bjarnason (’45)
3-1 Ari Sigurpálsson (’55)
3-2 Atli Sigurjónsson (’66)
3-3 Sigurður Bjartur Hallsson (’84, víti)
4-3 Helgi Guðjónsson (’87, víti)
5-3 Sigurður Steinar Björnsson (’89)

Víkingur Reykjavík er komið í undanúrslit Mjólkurbikars karla eftir leik við KR í kvöld.

Leikið var á Víkingsvelli og var viðureignin fjörug en alls voru átta mörk skoruð og höfðu Víkingar betur.

Heimamenn komust í 2-0 en Erlingur Agnarsson og Birnir Snær Ingason sáu um að skora mörkin.

Theodór Elmar Bjarnason lagaði svo stöðuna fyrir KR áður en Ari Sigurpálsson kom Víkingum aftur tveimur mörkum yfir.

Atli Sigurjónsson minnkaði svo muninn fyrir KR á 66. mínútu og fékk liðið svo vítaspyrnu á 84. mínútu.

Úr henni skoraði Sigurður Bjartur Hallsson og virtist ætla að tryggja KR-ingum framlengingu.

Þremur mínútum seinna fékk Víkingur hins vegar sína eigin vítaspyrnu sem Helgi Guðjónsson nýtti og kom liðinu yfir.

Sigurður Steinar Björnsson bætti svo við fimmta marki Víkinga stuttu seinna og tryggði liðinu rosalegan 5-3 sigur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ná samkomulagi við leikmanninn en neita að hækka upphæðina

Ná samkomulagi við leikmanninn en neita að hækka upphæðina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að fyrrum landsliðsþjálfarinn hafi gert stór mistök – Stærsta stjarnan gefur ekki kost á sér

Segir að fyrrum landsliðsþjálfarinn hafi gert stór mistök – Stærsta stjarnan gefur ekki kost á sér
433Sport
Í gær

Besta deildin: Blikar jöfnuðu Víkinga á toppnum

Besta deildin: Blikar jöfnuðu Víkinga á toppnum
433Sport
Í gær

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist

Hetjan fékk símtal á mjög óheppilegri stundu en ákvað að svara – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Í gær

Samþykkti að spila undir Alonso en ekki Ten Hag

Samþykkti að spila undir Alonso en ekki Ten Hag
433Sport
Í gær

Náðu skjáskoti af mistökum félagsins – Virtust staðfesta komu næsta leikmanns Arsenal

Náðu skjáskoti af mistökum félagsins – Virtust staðfesta komu næsta leikmanns Arsenal