fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Mikilvægt kvöld í málinu gegn Mendy: Sakaður um þrjár nauðganir á sama sólarhring – Skelfilegar frásagnir

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 09:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fór fram fyrsti dagur réttarhalda yfir knattspyrnumanninum Benjamin Mendy. Frakkinn, sem er á mála hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester City, er sakaður um átta nauðganir, eitt kynferðisbrot og eina tilraun til nauðgunar. Atvikin eiga að hafa átt sér stað frá október 2018 til ágúst 2021.

Hinn 28 ára gamli Mendy var handtekinn í ágúst í fyrra. Hann hefur verið laus gegn tryggingu frá því í janúar á þessu ári. Hann neitar alfarið sök.

Einnig er réttað yfir vini Mendy, Louis Saha Matturie. Sá er sakaður um átta nauðganir og fjögur kynferðisbrot. Alls eru þrettán konur sem tengjast brotum þeirra félaga.

Sjá einnig: Mendy og vinur hans sakaðir um skelfilega hluti – Símar fórnarlamba teknir af þeim við komu á heimili hans og þær læstar inni

Í gær fékk kviðdómur að heyra sögu frá kvöldi 23. júlí í fyrra, sem og aðfaranótt 24. júlí. Eru þetta mikilvægar dagsetningar í málinu.

Málið tengist sundlaugarteiti, ferð á skemmtistað og eftirteiti heima hjá Mendy. Á þessu kvöldi og nóttinni sem fylgdi í kjölfarið er Mendy sakaður um að nauðga þremur konum. Tvær þeirra voru 19 ára og ein 22 ára.

22 ára gamla konan vann á næturklúbbi í miðborg Manchester og borgaði Saha henni fyrir að koma í sundlaugarteitið. Mendy bauð henni i bíóherbergið á heimili sínu og hún fór með honum þangað. Konan sagði einni af þeim 19 ára gömlu að koma og ná í sig ef hún væri ekki komin aftur tíu mínútum síðar.

Hún vildi ekki stunda kynlíf með Mendy en hann krafðist þess og að lokum gaf hún undan. Hin stelpan kom og ætlaði að ná í hana en þá stóðu tveir menn fyrir hurðinni að bíóherberginu.

Eftir þetta var ferðinni heitið í miðborg Manchester á skemmtistað. Eftir það komu tvær kvennanna, þær sem voru 19 ára, aftur á heimili Mendy. Þar á þeim báðum að hafa verið nauðgað.

Önnur þeirra man aðeins eftir því að hafa verið í sundlauginni, en næsta augnablik sem hún man eftir er þegar hún sneri með andlitið niður á sófa og með hendur sínar bundnar fyrir aftan bak. Mendy var þá að nauðga henni og sagði henni að hreyfa sig ekki.

Fleiri frétta er að vænta af dómsmáli Benjamin Mendy og munum við fylgjast náið með gangi mála

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Gríðarlega mikilvægur heimasigur Villa

England: Gríðarlega mikilvægur heimasigur Villa
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liðsfélagi Alberts sendir óskýr skilaboð: ,,Tek einn dag í einu“

Liðsfélagi Alberts sendir óskýr skilaboð: ,,Tek einn dag í einu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Viðurkennir að hann sé að velja vinnuna frekar en fjölskylduna – ,,Tíu ár svo yfirgef ég leikinn“

Viðurkennir að hann sé að velja vinnuna frekar en fjölskylduna – ,,Tíu ár svo yfirgef ég leikinn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir Arsenal að skipta um fyrirliða og það strax

Segir Arsenal að skipta um fyrirliða og það strax
433Sport
Í gær

Newcastle tilbúið að flagga stóru seðlunum í Brentford

Newcastle tilbúið að flagga stóru seðlunum í Brentford
433Sport
Í gær

United hefur áhuga á að fá þýska landsliðsmanninn frítt í sumar

United hefur áhuga á að fá þýska landsliðsmanninn frítt í sumar