fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Kristján segir dökkt ský yfir Úlfarsárdal en fyrrum formaður svarar fullum hálsi – „Eru þið lens á umfjöllunarefni mikli Höfðingi?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 13. ágúst 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson sagði frá því í Þungavigtinni í gær að fjármálavandræði væru í Úlfarsárdal hjá knattspyrnuliði Fram.

Fram hefur komið nær öllum knattspyrnuáhugamönnum á óvart í sumar. Flestir sparkspekingar spáðu þeim falli en liðið er í áttunda sæti með nítján stig, níu stigum frá fallsæti.

Ef marka má orð Kristjáns Óla eru þó vandræði á bak við tjöldin.

„Það er smá vesen fjárhagslega og það verða hræringar í teymi meistaraflokksins eftir tímabil. Það verður einhverjum skipt út. Menn eiga inni laun, fá ekki sjúkrakostnað greiddann,“ segir Kristján Óli.

„Þeir eru búnir að gera vel á vellinum og búa til alvöru heimavöll í þessum dal, en það þarf að borga launin.“

Kristján Óli hvetur stuðningsmenn til að leggja hönd á plóg. „Framarar eiga marga ríka og góða stuðningsmenn og ég hvet þá bara til að millifæra svo menn geti gert upp.“

Sigurður Hrannar Björnsson, sem var formaður knattspyrnudeildar Fram þar til fyrr í sumar, fór á Twitter í gær og svaraði Kristjáni Óla. Sá hafði þá hafði birt skjáskot af spjalli við fyrrum leikmann Fram, sem sagðist hafa slitið hásin er hann var á mála hjá félaginu og þurft að greiða allan sjúkrakostnað sjálfur. „Eru þið lens á umfjöllunarefni mikli Höfðingi? Allt greitt í okkar stjórnartíð. Þú getur sagt vini þínum að hafa beint samband við mig ef hann telur sig eiga inni greiðslur, það verður afgreitt,“ skrifar Sigurður.

Kristján Óli svaraði þá Sigurði. „Nóg að gera. En við öflum heimilda og vöndum okkur. En flott að hreinsa upp launagreiðslur í gær. Gangi ykkur vel og haldið áfram að skemmta landanum með flottum fótbolta,“ og ýjar að því að Fram hafi borgað óuppgerð laun deginum áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þungt högg fyrir Guardiola

Þungt högg fyrir Guardiola
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við

Sjáðu færsluna um Amorim sem leikmaður United setti like við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn
433Sport
Í gær

Viss um að Salah verði ekki leikmaður Liverpool á þessum tímapunkti

Viss um að Salah verði ekki leikmaður Liverpool á þessum tímapunkti
433Sport
Í gær

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona

Ítalirnir klárir í að taka á móti Cancelo en hann bíður eftir Barcelona