fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Jesus setti tvö fyrir Arsenal – Haaland komst ekki á blað

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. ágúst 2022 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriel Jesus skoraði í dag sín fyrstu mörk fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni er liðið mætti Leicester í London.

Það var fjörugur leikur á boðstólnum á Emirates en Arsenal fagnaði 4-2 sigri þar sem Jesus gerði fyrstu tvö mörk leiksins.

Arsenal var mun sterkari aðilinn í þessum leik og átti 19 marktilraunir gegn aðeins sex frá gestunum.

Manchester City skoraði einnig fjögur mörk en fékk ekkert á sig í sannfærandi sigri á Bournemouth.

Margir voru svekktir með það að Erling Haaland hafi ekki komist á blað en hann byrjaði hjá Englandsmeisturunum.

Haaland var fyrirliði margra í Fantasy leiknum en hann lagði þó upp fyrsta mark leiksins á Ilkay Gundogan.

Leeds og Southampton gerðu þá 2-2 jafntefli en þar skoraði Rodrigo bæði mörk þess fyrrnefnda sem komst 2-0 yfir.

Tvö markalaus jafntefli voru svo á boðstólnum en úrslit dagsins má sjá hér fyrir neðan.

Arsenal 4 – 2 Leicester
1-0 Gabriel Jesus(’23)
2-0 Gabriel Jesus(’35)
2-1 William Saliba(’53, sjálfsmark)
3-1 Granit Xhaka(’55)
3-2 James Maddison(’74)
4-2 Gabriel Martinelli(’75)

Man City 4 – 0 Bournemouth
1-0 Ilkay Gundogan(’19)
2-0 Kevin de Bruyne(’31)
3-0 Phil Foden(’37)
4-0 Jefferson Lerma(’79, sjálfsmark)

Southampton 2 – 2 Leeds
0-1 Rodrigo(’46)
0-2 Rodrigo(’60)
1-2 Joe Aribo(’72)
2-2 Kyle Walker Peters(’81)

Wolves 0 – 0 Fulham

Brighton 0 – 0 Newcastle

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli

Húfan sem Piers Morgan er með á leið til Parísar vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Trump með hugmynd um bjóða Rússum um að taka þátt í HM í fótbolta – Gæti hjálpað til við að ljúka innrás þeirra

Trump með hugmynd um bjóða Rússum um að taka þátt í HM í fótbolta – Gæti hjálpað til við að ljúka innrás þeirra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sonur Ronaldo í fyrsta sinn í landsliði Portúgals – „Ég er stoltur af þér“

Sonur Ronaldo í fyrsta sinn í landsliði Portúgals – „Ég er stoltur af þér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning