fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Sveinn opnar sig um atburðarásina í KA-heimilinu – Segir fráleitt að hann hafi verið að strá salti í sár Arnars

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. ágúst 2022 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Arnarsson, knattspyrnudómari, hefur loks rofið þögnina varðandi uppákomu sem varð milli hans og Arnars Grétarssonar, þjálfara KA, í KA-heimilinu á dögunum. Arnar var dæmdur í fimm leikja keppnisbann af KSÍ á dögunum en um afar þunga refsingu var að ræða.
Forsaga málsins er sú að Arnar var verulega ósáttur með dómgæsluna í leik KA og KR á dögunum og fékk undir lok leiks að líta rauða spjaldið eftir að hafa kallað fjórða dómara leiksins, Svein „fokking fávita.“ Arnar fór því sjálfkrafa í tveggja leikja bann því þetta er ekki í fyrsta skipti á tímabilinu sem honum er gefið rauða spjaldið. Til viðbótar fékk Arnar þriggja leika bann vegna atviksins í KA-heimilinu sem Sveinn skilaði inn viðbótarskýrslu vegna.
Arnar tjáði sig loks um atvikið fyrr í dag þar sem hann sagðist enn hafa verið reiður vegna leiksins þegar hann rakst á Svein í KA-heimilinu þar sem knattspyrnudómarinn hafi verið að fá sér kaffi í búningsklefi nærri skrifstofu hans. Hann gekkst við því að látið nokkur vel valin orð falla en sagði að Sveinn hefði mátt lesa betur í aðstæður og að vera hans í KA-heimilinu, strax eftir atvikið, hafi verið eins og salti væri stráð í sárin.
Sveinn hefur nú, eins og áður segir, sent frá sér yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni vegna málsins. Hann þvertekur fyrir að hafa verið að strá salti í sárin á þjálfaranum heldur hafi hann verið að skutla syni sínum, sem æfir með KA, á æfingu. Þá hafi hann ætlað að hitta á framkvæmdastjóra KA sem hafði áður beðið hann afsökunar vegna hegðunar Arnars í símtali og viljað hitta hann á fundi. Segir Sveinn að framkoma Arnars hafi ekki verið knattspyrnunni til framdráttar en hann vilji horfa fram á veginn, íslenskri knattspyrnu til heilla.
Yfirlýsing Sveins í heild sinni:
Ég í sannleika sagt hélt að ég þyrfti ekki að skrifa þennan texta en vegna þeirra ummæla sem hafa fallið sé ég mig knúinn til að útskýra ákveðna hluti.
Morgun eftir leik í 15. umferð bestu deildar karla fékk ég skilaboð frá Framkvæmdastjóra KA þar sem hann biður mig afsökunar á því sem gerðist á síðustu andartökum leiksins og eftir leik. Ég tók þeirri afsökunarbeiðni og spurði hvort ég gæti hitt á hann. Hann sagði við mig að líta endilega við.
Ég á barn, tíu ára dreng, sem æfir knattspyrnu með KA. Í hádeginu, þriðja ágúst, daginn eftir umræddan knattspyrnuleik ég með barn mitt á knattspyrnuæfingu. Aðstoðaði ég hann í anddyri félagsheimilis liðsins við að klæða sig í knattspyrnuskó og hnýta skóþveng sinn þar sem virkilega kalt var í veðri og barnið loppið á fingrum.
Ég náði mér því næst í kaffibolla og þar næst gáði ég hvort framkvæmdastjórinn væri við. Á þeim tíma kom þjálfari KA að mér. Þau orð sem þar voru látin falla í minn garð voru alls ekki neitt kurteisishjal. Hegðun sem þessi, bæði á knattspyrnuvelli og sér í lagi daginn eftir leik, er ekki íslenskri knattspyrnu til framdráttar.
Það er því alrangt að ég hafi á nokkurn hátt verið að strá salti í sár nokkurs manns. Ég einfaldlega tók við afsökunarbeiðni og mælti mér mót við frkv.stjóra áður en ég ætlaði að horfa á barn mitt æfa knattspyrnu. Menn verða að taka ábyrgð á eigin hegðum með öðrum hætti en að gera það eitthvað tortryggilegt að ég sé í KA-heimilinu daginn eftir leik, þegar ég kom þangað annars vegar með son minn á æfingu og hins vegar til að hitta á frkv. stjóra félagsins, sem getur staðfest það.
Við erum komin á mjög skringilegar slóðir ef umræða um íslenska knattspyrnu hverfist um 38 ára fjölskylduföður á Akureyri. Íslensk knattspyrna er í sókn og fagmennskan verður æ meiri með hverju árinu. Látum hér staðar numið og beinum sjónum okkar fram veginn, íslenskri knattspyrnu til heila.
Læt ég þetta vera mín lokaorð um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu
433Sport
Í gær

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus