fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Arnar rýfur loks þögnina um atvikið með fjórða dómaranum daginn eftir leik – „Spyr hvort hann hafi ekki sóma í sér að halda sig fjarri“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 12. ágúst 2022 12:06

Sveinn Arnarsson, knattspyrnudómari og Arnar Grétarsson, þjálfari KA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, hefur tjáð sig eftir að hann var dæmdur í fimm leikja agabann á dögunum. Hann var til viðtals í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í dag.

Bannið fékk Arnar fyrir hegðun sína í leik KA gegn KR í síðustu viku og orð sem hann lét falla í garð Sveins Arnarssonar, fjórða dómara leiksins.

Arnar kallaði Svein „fokking fávita“ í leiknum. Þá hafa orðrómar verið á kreiki um að Arnari og Sveini hafi lent saman daginn eftir leik, það hafi lengt bann agabann þjálfarans frekar.

„Það sem gerist eftir rauða spjaldið er að ég haga mér á alveg óásættanlegan máta og spring. Það er eitthvað sem ég sé gríðarlega eftir. Ég nýti tækifærið hér til að biðja þessa einstaklinga afsökunar. Það er ekkert sem afsakar það, þó dómarar séu slakir, að maður missi sig eins og ég gerði. Ég missti hausinn og hagaði mér gríðarlega illa,“ segir Arnar.

Hann sagði svo frá því er hann hitti Svein daginn eftir leik.

„Það eru liðnir 10-12 tímar frá þessu atviki. Ég er að rölta af minni skrifstofu og er á leiðinni í klefanna. Þar labba ég fram hjá skrifstofu sem er við hliðina á minni. Þar sé ég fjórða dómara að rölta inn í herbergi inni á skrifstofu þar sem handboltaþjálfararnir eru. Þar er hann með kaffibolla og það er enginn annar inni. Ég var ekki enn búinn að jafna mig á þessu, nokkrum klukkutímum seinna, og vísa honum út. Ég notaði ekki ljót orð en var heitt í hamsi.“

Að sögn Arnars hafði Sveinn verið að fara með barn sitt á æfingu hjá KA. Eftir það fékk hann sér kaffi og hélt í átt að skrifstofunum.

„Ég held að dómarar leggi það almennt ekki í vana sinn að fara beint upp og nudda salti í sárið. Það eina sem ég geri er að vísa honum út og ég spyr hann hvort hann hafi ekki sóma í sér að halda sig fjarri og gefa manni allavega dag til að jafna sig á hlutunum. Ef hann hefði mætt degi eða tveimur seinna hefði ég beðið hann afsökunar á mínu framferði.“

„Ég held að flestir sem tengjast knattspyrnu, dómarar og aðrir, ég held að engum hefði dottið í hug að vera að mæta daginn eftir, í ljósi aðstæðna.“

Arnar ítrekar þó að hann sjái eftir gjörðum sínum.

„Ef ég sé hann þá bið ég hann afsökunar á mínu framferði. Alveg sama hvernig hann stóð sig og hvernig ég lít á það hvernig hann stóð sig, það réttlætir ekki mína framkomu. Ég fór yfir strikið og það er ekkert hægt að verja það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Í gær

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“
433Sport
Í gær

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum