fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Stuðningsmenn United hóta harkalegum mótmælum fyrir Liverpool leikinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 14:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Manchester United hóta því að mæta ekki á völlinn þegar Liverpool mætir í heimsókn 22 ágúst.

Myllumerkið #EmptyOldTrafford flýgur nú hátt á samfélagsmiðlum þar sem því er hótað að mæta ekki á leikinn.

Eru stuðningsmenn að mótmæla Glazer fjölskyldunni sem á félagið. Hafa eigendur félagsins verið umdeildir í mörg ár.

Glazer fjölskyldan hefur tekið mikla fjármuni úr félaginu og þá hefur United eytt tæpum 900 milljónum punda í greiðslu á vöxtum af lánum sem Glazer fjölskyldan tók til að kaupa félagið.

Planið hjá stuðningsmönnum er að mæta fyrir utan völlinn og mótmæla fyrir leikinn en einnig að standa svo fyrir utan leikvanginn á meðan leikurinn er en ekki setjast í sæti á vellinum.

Leik liðanna fyrir 15 mánuðum var frestað þegar stuðningsmenn United mótmæltu og brutu sér leið inn á Old Trafford fyrir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Viktor Unnar mætir og fer yfir sviðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle tilbúið að flagga stóru seðlunum í Brentford

Newcastle tilbúið að flagga stóru seðlunum í Brentford
433Sport
Í gær

Amorim neitar öllum viðræðum: ,,Hef ekki rætt við hann“

Amorim neitar öllum viðræðum: ,,Hef ekki rætt við hann“
433Sport
Í gær

Manchester United vann magnaðan sigur á Spáni – Tottenham ekki í vandræðum með Norðmennina

Manchester United vann magnaðan sigur á Spáni – Tottenham ekki í vandræðum með Norðmennina